Heim

Frábær þessi 3G pungur sem Konni keypti á fartölvuna svo hann gæti haft hana með sér á sjóinn, nú kemst maður á netið hvar sem netsamband er svo ég hef hangið svolítið í tölvunni hér í R-vík, en við komum hingað á sunnudag þar sem Konni er á námskeiði hjá landsbjörgu. Ég hafði frekar hægt um mig fyrstu 2 dagana þar sem ég var með einhvern flensuskít en tók svo á því í gær og í dag í jólagjafainnkaupum og útréttingum ýmisskonar.

Ánægðust er ég með hversu vel mér gengur að keyra og að ég rata meira en ég hélt, Konni er vanur að vera bílstjórinn en nú hef ég tekið mér tak og gengur fínt.

Búin að lesa eina bók og horfa á 4 konumyndir í friði og ró svo ég kem örgugglega úthvíld heim, tilbúinn í jólaundirbúninginn. Á laugardag verður svo jólamarkaður, kveikt á jólatrénu með pompi og prakt, vonandi mikil stemming, litlu jólahúsin verða vígð. Við slysavarnakonur verðum með smákökur og brauð til sölu, einnig ætla ég að vera með rosagóan harðfisk til sölu á  fínu verði. 

Hlakka til að koma heim á morgun, því þó gott sé að skreppa burtu er HEIMA best:))


Hlýnandi fiskisúpa

Farið að hlýna aðeins í veðri og vonandi kemst Konni á sjó, allavega einn róður eða tvo í þessari viku, þar sem hann verður fyrir sunnan á námskeiði í slysavarnaskóla sjómanna í næstu viku.

Frábært að skreppa austur um s.l. helgi og hitta Lenu og fjölskyldu. Gaman að sjá hversu hress stelpan er og fílar móðurhlutverkið í tætlur. Valgeir Elís er líka draumaprins, vær, góður og glaður. veðrið var frekar leiðinlegt, en við fórum í smá göngutúr á laugardaginn og enduðum í  vöfflukaffi hjá Elsu og Valla:) Faldaði þar jólagardínur sem ég hafði með mér úr rúmfó svo stelpan gæti hengt upp og gert jólalegt í kotinu hjá þeim. Annars allt svo fínt hjá Lenu, hún er stormsveipur þegar hún tekur sig til og auðvita þurfti allt að vera skúrað og bónað þegar mamma kom í heimsóknSmile

Á von á Ólöfu, Barða, Gullu og Steina í fiskisúpu í kvöld og ætla ég að baka agalega gott matarbrauð. Alltaf gaman að setjast niður og borða saman og spjalla við skemmtilegt fólk... Hlakka til að eyða kvöldinu með þeim.

Kóræfingar á fullu en tónleikarnir okkar eru 5. des svo það styttist í að þetta verði búið, það er alltaf gott að ljúka tónleikum, þá finnst mér ég hafa heimsins mesta tíma til að gera það sem mig langar til að dúllast fyrir jólin. Erum annars að skella upp jólaseríum úti og inni þessa dagana, stefnan sett á að klára það um helgina áður en við förum suður, svo við getum kveikt eins og allir aðrir Ólafsfirðingar laugardaginn 28. nóv. Það verður mikið skreytt í firðinum fagra eins og alltaf, en ég á von á að það verði jafnvel meira en endranær þar sem bæjarbúar voru sérstaklega beðnir um að vera snemma fyrir þessi jólLoL

Nóg í bili


Smábógur:)

Þá er það Neskaupsstaður á morgunn, orðið allt of langt síðan við knúsuðum Valgeir Elís litla englabossa síðast, að verða mánuður og það er langur tími hjá ömmu þegar maður er bara 3 mánaða.. Hlökkum líka til að hitta Lenu spenu og Hafþór, vona bara að þau hafi ekki stækkað mikið og breyst:))

Konni kominn í land og í helgarfrí, svo við förum líklega af stað um hádegi, þurfum að brasa aðeins fyrir Lenu á Akureyri, fara í rúmfó fyrir hana, ekkert rúmfó á austfjörðunum og jólin nálgast og stelpuna vantar jólagardínur og dittin og dattinn. Svo verður nú stoppað aðeins og kíkt á prins Arnar Helga og hann knúsaður. Grin

Siggi Vala og börn í mat í kvöld, er að prufa uppskrift sem ég fann á netinu af moðsteiktri bógsteik, sem er kominn í ofnpottinn, með fullt af lauk, hvítlauk, timian rosmarin, lárviðalaufi, tómatsafa og hvítvíni (mysa hjá mér). Eldað í 4 tíma á 140 gr, og síðan 200 fimmta klukkutímann.. Vona að þetta verði nammi namm:)

Ég keypti kjötskrokk í haust og fékk hann heim í heilu lagi og Konni ekki heima, svo ég fór með kvikindið út í garð og skellti honum á garðhúsgögnin, sótti sögina Konna og sagaði dýrið í að ég held, tvö læri og hrygg. Frampartinn (hendurnar) held ég, sagaði ég í tvennt og frysti svoleiðis, treysti mér ekki til að saga niður í súpukjöt með stóru söginni, svo ég tók annað stykkið í gær og er semsagt að elda það eins og það leggur sig. Þurfti að vísu að sækja aftur sögina því þetta komst ekki í pottinn fyrr en ég var búin að sníða það passlegt. Verð að viðurkenna að lagið líkist ekki bógi eins og maður sér í frystiborðum búðanna, en hvað með það:)Smile

Góða helgi allir


Að komast í gírinn:)

Fór í ræktina tvo daga í röðSmile svo ekki söguna meir, í bili a.m.k.Wink  Í staðinn höfum við Konni verið dugleg að fara út að ganga með hundinn og okkur sjálf ekki síður.

Um s.l. helgi kom svo golfsettið mitt í hús og fórum við Ólöf á golfvöllinn að æfa okkur að slá.. ég kann minna en ekkert, en ótrúlegt hvað það var gaman þegar maður hitti og kúlana fór lengra en tvo metra fram fyrir tærnar á mér:)  Er viss um að ég á eftir að vera dugleg í golfinuSmile

Ætla á tónleika á föstudag með Arnari bróður, í menningarhús Saga Capital á Dalvík. Karlakór Dalvíkur er með rokktónleika ásamt Matta papa og kannske fleirum.. verður örugglega mjög gaman, einnig náði ég að tryggja okkur Konna miða á Frostrósatónleikana á Akureyri 6. des. svo það verður bara yndislegt á aðventunni að hlusta og njóta. Sá bar par hjá leikfélaginu s.l. föstudag. Frumsýning. þvílíkt flott sýning hjá þeim og bara bannað að missa af þessu, þau standa sig SVO vel allir leikararnir nýjir sem eldri og reyndari.. sýningar nú um helgina fimmtud. föstud. og sunnud. DRÍFA SIG.. engin afsökun þó maður hafi séð stykkið áður.. Nýtt fólk, endurbættur BAR..

Búin að setja jólaseríur í stofugluggana, sko bara af því að ég þurfti að kaupa nýjar og vildi vita hvernig þær pössuðu, smellpössuðu svo þreif ég auðvita glugga og tjöld í leiðinni... Skemmtilegt.

Litlu prinsarnir hafa það fínt, leitt hvað maður sér þá sjaldan þá sérstaklega Valgeir Elís, en við stefnum á að skreppa austur 13. nóv. vonandi gengur það eftir. Freyja kom með Arnar Helga og gisti.. æðislegt.. Svo voru "stóru" börnin hjá okkur í nótt, Konni litli og Harpa, alltaf gaman að hafa þau.Grin Jafnvel þó Konni sé lasinn, er hann svo góður strákur og Harpa auðvita líka:)

Gott

 


Ákvörðun:)

Var stödd efst uppi á Víkurskarði í gær þegar ég tók þá ákvörðun að sumarfríi mínu í ræktinni væri lokið og enginn ætti inni svona langt sumarfrí eins og ég tók mér þetta árið. Það hófst um 20 mars og lauk nú í hádeginu.

Var að "skutla" konna í vinnuna til Húsavíkur í gær, þess vegna var ég á skarðinu, sagði honum að nú dygðu engin afsökunarorð, ég myndi leita af íþróttatöskunni og vonast til að fötin séu ekki mölétin og detti sundur þegar ég opna hana. Tilkynnti honum einnig að ég myndi sjá svo um að hann fengi leiðsögn í ræktinni þegar hann yrði tilbúinn að byrja, allavega þá daga sem hann er heima.

Honum leist vel á en sagðist ekki geta byrjað fyrr en eftir 1 vikuna í des, þar sem hann ætli að ganga til Rjúpna alla frídaga sína næstu 5 helgar.-- Já sæll-- það er góð líkamsrækt, benti honum á að best væri fyrir hann að byrja þá í janúar því maður væri ekki duglegur í jólamánuðinum, en hann sagðist myndu nota jólafríið til að ræktast... Ég á nú eftir að sjá það, en mótmælti ekki. Hafði vit á því.Wink

Kl. 12 stóð ég svo uppi í íþróttahúsi og ekkert hafði breyst þar, nema kominn nýr starfsmaður sem ég fór og heilsaði með handarbandi og bauð velkominn.. fór svo á hlaupabrettið, og hugsaði: hvenær ætli þessi hafi byrjað.. kannske ekki svo nýr .. kannske 6 mánuðir síðan? Hefði líklega verið eðlilegra að hann byði mig velkomna..hahaha.. Svona er hvatvísin..

En er ánægð með þessa 20 mín. á göngubrettinu. Kannske klappa ég einhverju tæki á morgun, eina tækið sem ég prófaði fyrir utan brettið var viktin (vogin)  og hún var jafn djö.. leiðinleg og fyrir hálfu ári:(


Skipperinn heima:)

Yndislegt að hafa Konna heima svona mikið um helgar, hann hlýtur að vera að eldast því hann er orðinn húkt á að hanga heima um helgar og nennir ekki á sjó, segir að það sé bræla, og við erum sammála um að hann eigi að taka sjómennskunni með ró og hætta að dorga eins og vitlleysingur.

Nú get ég látið hann gera hina ýmsu hluti sem mér dettur í hug, sama hvað ég bið um alltaf stendur hann upp og gerir eins og ég bið. Hefur verið að dytta að hinu og þessu og í gærkvöldi spurði hann mig hvort hann ætti ekki að kíkja á útiseríurnar, ath, hvort þær væru í lagi og skella þeim upp, ég þyrfti ekki að kveikja á þeim strax.. Ég var auðvita sammála því svo ef nágrananar sjá jólaljós hér á næstunni er það bara af því að hann er að setja upp og testa.. lofa að hafa ekki kveikt að staðaldri fyrr en seint í nóvember.

Harpa og Konni gistu hjá ömmu og afa í nótt, fórum svo í pottinn í morgunn og busluðum. Stórhreinsun var gerð í fataskápum , hálfur ruslapoki á haugana og annar stór í rauða krossinn. Ótrúlegt hvað maður safnar að sér af tuskum.

Enn kveikt á jólaskrautinu á baðinu, en ég ætla að slökkva í kvöld..pottþétt, nema ég gleymi þvíSmile


bara einn dagur síðan síðast..

var bloggað. Mér er eitthvað að fara fram geinilegaSmile Svo líður mér líka ágætlega í dag, var í gær í höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð ásamt meiru hjá mínum yndislegu vinkonum Ólöfu og Snjólaugu. Takk elskurnar mínarHeart

Það var nú alveg ótrúlegt skal ég segja ykkur, ég veit ekkert hvað þær gerðu, en á eftir leið mér eins og þungu fargi hafi verið lyft af mér, er búin að finna fyrir depurð, sorg og reiði í vikunni sem mér tókst að setja aftur fyrir mig fram yfir skírnardag drengjanna. Þetta helltist svo yfir mig á mánudag, hef hreinlega lagst fyrir eftir vinnu á daginn og sofið mikið, í staðinn fyrir að rífast á stað með gólfmoppuna sem er mitt aðalsmerki ef mér líður illa.. Þá moppa ég og moppa, og skúra og skúra, sem er líka frekar klikkað en samt betra en að liggja í eymd og volæði.

Ólöf vinkona mín kom til mín fyrir síðustu helgi  til að athuga hvort ég væri búin að skipta út moppunni fyrir hrærivélina, þar sem hún sá hana standa á eldhúsbekknum dag eftir dag, og hélt að nú væri ég búin að missa mig í bakstri og hætt í skúringunum.. En nei þær voru bara ekki byrjaðar:)

Fór svo á konukvöld í búðinni og keypti mér kjól, sem líka lyfti brúninni á mér, var ferlega fyndið að koma þangað inn og fyrsta sem ég sá var þessi kjóll og svei mér þá ef það stóð ekki á honum stórum stöfum SIGGA KAUPTU MIG.. mér sýndist það allavega, og nú er hann minn, svona eins og ff kjólarnir mínir voru í den. FF kjóll var skamstöfun yfir föstudagsfyllerí, (þ.e. að fá sér smá í glas, eftir vinnuvikuna og þrif, maður átti það þvílikt skilið.. haha).

Konni minn að skjótast heim í dag, v. brælu það verður gott að knúsa kallinn aðeins.

Eigið góða helgi allir sem einnSmile


Upprifjun

Við erum nú löngu komin úr sumarfríi, enda komin október. Freyja og Lena eignuðust drengina sína 12 og 14 ágúst, fyrst sú eldri síðan hin:)

Konni minn varð svo fimmtugur 18 ágúst og var auðvita haldið upp á afmæli hans með pompi og prakt..

Litlu prinsarnir voru svo skírðir á sunnudaginn, á afmælisdag langafa síns, en pabbi hefði orðið 80 ára þann 18 okt og kom Jóna Lísa frænkuprestur sérstaklega til okkar til að skíra þá. Þeir fengu nöfnin Arnar Helgi (Freyju) og Valgeir Elís (Lenu). Feyjusonur í höfuðið á Arnari bróður og pabba Harðar, en Lenusonur í höfuðið á föðurafa sínum og Elísarnafnið á vinur þeirra sem hélt á honum undir skírn.

 Lífið hjá syni mínum hefur ekki gengið eins vel og hjá systrunum að undanförnu og er hann nú á spítala eftir bílveltu í Múlanum, þar sem hann slapp með skrekkinn, ekki í fyrsta skipti sem einhverjir halda verndarhendi yfir honum. Vonandi nær hann sér líkamlega sem andlega eftir þá reynslu og finnst nú mömmu hans að komi sé tími til að fara að læra af reynslunni. Vonum það:)

Fannst rétt að kíkka hér inn og skrá helstu viðburði, þar sem aldrei er að vita hvenær minnið svíkur mig svo þá er gott að kíkka og ath. hvað hefur gerst:))

 


Sumar sumar:)

Líklega  verður ekki bloggað hér á næstunni þar sem við konni minn erum að fara í sumarfrí. á Laugarvatn á morgun og ætlum að tjilla þar í viku, konni með suduko og veiðistöngina en ég með bækur, helku og prjónadótið mitt ásamt 4 seríuni af Grays'

Ég er að hekla heimferðapeysu á litla væntanlega barnið hennar Lenu, sem Freyja reyndar byrjaði á en henni finnst hún þurfa að gera eins fyrir litlu systur þar sem þær eru nú báðar að eignast sín fyrstu börn í byrjun ágúst. Hún kom svo með hekludótið til mömmu og bað mig að gera þetta þar sem við erum báðar sammála um að Lena hefur enga þolinmæði í handavinnu og hefur takmarkaðan áhuga á að læra það:) ekki enn sem komið er allavega:D. Amman ég er svo sem ekki mikið í handavinnunni en er samt búin að prjóna hosur á börnin og búin að lofa húfum sem eiga að verða til í sumarfríinu.

Konni er búinn að vera svaka duglegur í garðinum, að klára skrítnu stéttina, verður svaka flottur efri garður eftir c.a. 1-2 ár þegar allt er búið. Mig vantaði tilfinnanlega morgunkaffistað eftir að potturinn var settur á veröndina akkúrat þar sem morgunstóllinn minn var og ég nenni nú ekki í pottinn með kaffið og sígarettuna. Ég bað konna semsagt aðeins að laga fyrir mig smá stétt, sem varð heldur meiri vinna og flottara en ég bað um í upphafi, en það er ansi oft þannig.. mér finnst hlutirnir svo einfaldir og fljótlegir en svo reynist það sjaldnast þannig:)

Ætlum síðan að halda áfram austur fyrir og enda á Neskaupsstað hjá Lenu og Hafþóri, þar sem Konni ætlar að kíkja á einhverja veiðistaði.

Alveg geggjað veður í dag og gær, man varla eftir svona miklum hita í fiðrinum:)

Gott að sinni


Sumarfrí í sjónmáli:)

Góð helgi á enda. Ættarmót ósbrekkuættar tókst vel og mættu um 160-170 manns. veðrið var ágætt, en sólarlítið vegna þoku sem náði alveg inn í Svarfaðardal. Allir fóru glaðir heim í gær. Mér líður eins og ég hafi lent undir valtara, er búin að vera þvílíkt á þönum alla helgina..

Nú er Konni minn kominn í frí og get ég varla beðið eftir að fara sjálf í sumarfrí, bara 4 dagar eftir. Er ákveðin í að fyrstu dagarnir fara eingöngu í afslöppun og rólegheit, ég þarf að hlaða rafhlöðurnar og mun nota fríið til þess meðal annars.

 Erum að fara í bústað á Laugarvatni á föstudag, líklega bara tvö hjónakornin. Ellen Helga og Orri eru hjá okkur núna og verða fram að helgi.. endalaust gaman hjá þeim og auðvita okkur líka, eru að veiða og vesenast eitthvað allan daginn. Harpa og Konni koma svo reglulega og leika með.

Búið að vera mikið að gera hjá mér undanfarna 3 mánuði og endalaust eitthvað sem ég hef þurft að hugsa um, mæta  á hina og þessa staði, æfingar og hitt og þetta. Er búin að bíða eftir þessum mánudegi nokkuð lengi, að þurfa ekkert að hugsa, gera, eða neitt, semsagt búin með öll verkefni.. bara að tjilla og gera allt.. eða ekkert... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband