Segi ekki eitt einasta orð:)

Ligg heima með kvefskít í dag, Konna til mikillar ánægju get ég lítið talað, í það minnsta heyrist lítið í mér vegna raddleysis svo ég er að reyna að gera mig skiljanlega með táknmáli en hann þykist ekkert skilja hvað ég er að fara. Hann ætlar greinilega að njóta kyrrðarinnar kallinn og notfærir sér í botn að hundsa mig og vera niðri þegar ég er uppi og öfugt þar sem ég get ekki kallað á hann.

Fíflaðist samt með hann áðan, sendi honum bréf og innkaupamiða.. fara í búðina og kaupa kókosbollur, prins pólo, kóla light, frosið grænmeti í fiskréttinn sem hann á að elda handa okkur í kvöld, fyrsta daginn í átakinu sem við erum að byrja í nema ég fæ auðvita nammi þar sem ég er lasin.. það er bara alltaf þannig með sjúklinga.

Nóg að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband