Lok lok og læs ....

já... það er eins gott fyrir mann að fara að læsa húsum og taka lyklana úr bílnum... Brotist inn í nokkur hús hér í bænum í gærdag.. á meðan fólk var í vinnunni... Mér skilst að sum húsin hafi verið ólæst.. Ég þarf sérstaklega að taka mig á, tek aldrei lykla úr bílnum, og læsi aldrei húsinu nema ég sé að fara í burtu í nokkra daga... þetta verður endurskoðað núna. Þetta var aðkomufólk.. eins og blaðamenn á Akureyri segja alltaf...Þegar fréttirnar eru neikvæðar.

 Loksins að verða frísk. Fór að vinna í gær, mikið fegin að komast í hversdagsleikann aftur, en ég treysti mér ekki í ræktina í morgun, ætla að sjá til í fyrramálið.. Smile

Hlustaði á fréttir þess efnis að lífeyrissjóðirnir ættu 1.500 milljarða.. eittþúsundogfimmhundruðmilljarða.. Hvurslags andsk. vitleysa er þetta. Kom fram í fréttinni að lítið færi til félaganna!!! Til hvers þurfa sjóðirnir að eiga alla þessa peninga... spyr sá sem skilur ekki..Angry

Kennurum er víst líka misboðið eins og mér.. en ekki út af eigum lífeyrissjóðanna, nei þeim er misboðið út af launamálum. einn ganginn enn.. Byrjunarlaunin eru bara 260 þús. Stundum finnst mér eins og kennarar séu eina stéttin í heiminum sem hefur menntað sig...og finnst þeir aldrei metnir að verðleikum. FootinMouth.. kannske öfunda ég bara kennara..vildi að ég hefði byrjunarlaun þeirra..

Konni minn kom færandi hendi frá Akureyri á VALENTÍNUSARDAGINN ...HeartHearthann færði mér þakrennur..já þakrennur.... og ég hefði ekki orðið glaðari þó hann hefði keypt súkkulaði og rósir.. eða nærföt.. vantar ekkert svoleiðis, en virkilega að verða vitlaus á þvi að komast inn í rigningu án þess að verða hundblaut... TAKK ELSKU KARLINN.

Lena hringdi í gær, sagðist vera að koma í heimsókn og bað um mömmumat.. kjúlli a..la..mamma..það var að sjálfsögðu uppfyllt og áttum við góða spjallstund yfir matnum..Halo

ég fór og heimsótti skólastjórann í dag..nei..ég var ekki að biðja um vinnu, heldur að athuga hvort Ellen Helga mætti koma í skólann í næstu viku.. og var það auðsótt mál..Takk takk. Hún er að koma í heimsókn á morgun og verður hér þar til við förum suður um miðja næstu viku..Sú verður ánægð, það skemmir heldur ekki að Lísa vinkona okkar er að kenna 1. bekk.Smile

Mál að linni

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hlakka líka mjög til þegar ég kem heim á sunnudaginn og fæ góðar mömmu-bollur og jafnvel mömmu-mat.... það verður ekki slæmt... og hvað þá að hitta litla ljóshærða álfinn....

Kv.Freyja

Freyja (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 11:18

2 identicon

HÆ HÆ AMMA MÍN JIBBÝÝÝÝ ÉG ER AÐ KOMA KL 3 :)  HLAKKA SVO TIL AÐ KOMA AÐ ÉG VAKNAÐI KL 7 :)

ER AÐ PAKKA NIÐUR OG GRÆJA MIG TIL YKKAR :)

KVEÐJA ELLEN HELGA BRAKEDANSARI MEÐ MEIRU :)

Ellen Helga (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 11:56

3 identicon

BOLLA  BOLLA BOLLA BOLLA        ELLEN HELGA

  •  +  + =    ELLEN HELGA

Ellen Helga (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband