Góðir hlutir gerast hægt..

Góðir hlutir gerast hægt, bestu hlutirnir gerast aldrei.... finnst fólki úr á landsbyggðinni...Þetta sagði góður náungi sem heimsótti okkur í vinnuna í morgun..   lét þessi orð falla af einhverju tilefni sem ég man nú ekki lengur hvað var..Smile Mér finnst þetta alveg frábær setning.. Þetta lærði ég í brennsameðferðinni um árið að góðir hlutir gerðust hægt, en ekki með að það besta gerðist aldrei..he..he.

Ég treysti mér nú loks til að skrifa um hrylling sem ég lenti í um daginn.. ekki einu sinni heldur tvisvar..Verð að koma þessu frá mér..

Málið er að ég lærði fyrir nokkrum árum af einum AA félaga mínum, að ef maður sæi eitthvað sem mann langaði í, ætti maður ekki að kaupa það strax, heldur bíða í viku.. og ef mann langaði enn jafn mikið í hlutinn(og ætti fyrir honum) gæti maður skoðað að kaupa hann, því maður er oft að kaupa einhvern bölv.. óþarfa..Smile Ókey.. Mér fannst þetta brilljant og hef farið eftir þessu..

Ég er skósjúk, þetta er arfgengur kvilli, sem erfist eingöngu í kvenlegg og eru báðar dætur mínar haldnar þessum sjúkdómi. Freyja er sínu verr farin en við Lena(held að hún eigi um 70 skópör, reyndar flest keypt í kíílóatali hjá Rauða krossinum og hjálpræðsihernum). GetLost

Ég sá semsagt enn eina draumaskóna fyrir nokkrum vikum, skó sem ég er búin að bíða eftir að einhver framleiddi handa mér.. voða góðir skór með litlum sem engum hæl, sem mér finnst kostur, mikið mjúkir og svartir og allt... Akkúrat skórnir sem mig vantaði núna... (veit ekki hvort Konni yrði sammála að mig bráðvantaði skó) en ég ákvað að bíða og sjá hvort mig langaði jafn mikið í þá næst þegar ég færi í bæinn.. Alla vikuna hugsaði ég ekki um annað en skóna, sem biðu mín í næstu bæjarferð... mér versnaði og versnaði eftir sem leið á vikuna og loks kom föstudagur og ég brunaði í bæinn til að kaupa skóna....EN...ÞEIR VORU BÚNIR Í MÍNU NÚMERI...ARRR..GRR...Sideways ÉG VAR GRÁTI NÆR Í BÚÐINNI, EN KOMST ÚT Í BÍL ÁÐUR EN ÉG GAF TILFINNINGUNUM LAUSAN TAUMINN...Ákvað svo að kaupa peysu sem mig bráðvantaði í vinnuna... nýja gollu á nýja vinnustaðinn..hafði séð hana í fyrri bæjarferð..HÚN VAR BÚIN LÍKA.. Ef að Þessi fj.. AA félagi minn er ekki búinn að vera með hiksta í viku þá veit ég ekki hvað...AngryAngry

Lærdómurinn= kAUPTU NAUÐSYNJAR EINS OG SKÓ OG PEYSUR STRAXXXX EF ÞÉR LÍST VEL Á.. Ef ekki ... kaupir einhver annar það..Ef að þetta var ekki píslarsaga nú á föstunni fyrir páska. Olli mér að minnsta kosti mikilli þjáningu og gerir enn..

Vala og Konni litli eru komin heim af fæðingardeidinni, allt gengur vel, held að ég verði að skreppa eftir vinnu á morgunn og kíkja á prinsinn. Konni gamli kom í land á Raufarhöfn í morgun með 3 tonn, það er vitlaust veður, en þeir fóru út aftur..

Mál að linni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æh æh æh... þetta er alveg ömurlegt ástand hehe  annars held ég að þetta sé bara nokkuð satt hjá þér með það að kaupa nauðsynjar strax en geyma hitt í viku og sjá þá til...  fór aftur í gær til litla konna og hann er bara algjört æði:) Heyrumst seinna...kv.Freyja

Freyja (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband