Komin heim..

Hola!

jæja, nú er maður komin heim úr sólinni og búin að klæða sig í sokka. Ferðin okkar var frábær í alla staði, veðrið var æðislegt, sól alla daga, og gaman hjá okkur systkinahópnum mökum og mömmu. Mamma var þvílíkt dugleg að hreyfa sig og gekk eins og bersekur um alla eyjuna, hún var reyndar orðin frekar þreytt á kvöldin. Hún keypti handa okkur fötur skóflur og dót til að leika með í sandinum á ströndinni og mun ég setja inn myndir af því sem við bjuggum til.Smile

Á páskadag fórum við í messu til Jónu Lísu í afskaplega fallega kirkju þar sem norðulandaþjóðirnar hafa aðstöðu, það var alveg yndisleg stund og þar kom fram opinberlega í fyrsta skipti ung stúlka Þóra Björg Matthíasdóttir, og söng Amazing Grace.. Alveg svakalega  flott hjá henni, ég fékk tár í augun og gæsahúð, og var ekki ein um það. Hún er að læra söng í Las Palmas. Við eigum örugglega eftir að heyra meira í þessari stúlku í framtíðinni.  Fórum svo með jónu Lísu og Stebba á kaffihús eftir messuna og áttum þar góða stund með þeim. Um kvöldið borðuðum við á Klörubar ásamt fullt af íslendingum tudda með bernies og alles og hangikjöt í tartalettum í forrétt, sumir fengu sér íslenskan lax.. nammi namm. Þar kom Þóra aftur og söng nokkur lög..Halo Skemmtilegt...

En eins og er gaman að fara í smá frí er enn skemmtilegra að koma heim.. Fórum strax í gær á Akureyri að hitta börnin og barnabörnin. Þau höfðu greinilega saknað okkar um hátíðina. Það er nú einusinni þannig að þó þau séu ekki alltaf alveg upp í manni þá finnst þeim nú betra að hafa gamla settið á sínum stað..he he. Lena sagðist sko hugsa sig alvarlega um áður en hún leyfði okkur að fara í burtu um hátíðar.. Konni litli þór braggast vel og mér fannst hann hafa stækkað og breyst á þessari rúmu viku.

Benndi snúðurinn kominn til vinnu..Adios.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað þetta hefur verið gaman hjá ykkur,  jamm, myndirnar allar svo skemmtilegar og ferðasagan náttlega best bæði hér á blogginu og svo þessi spes sem ég fékk , Ég sé það núna að ég VERÐ að fá systkinin mín til að koma svona ferð með mömmu til Kanarí á næsta ári...

SÉRÐU EKKI ALVEG FYRIR ÞÉR MYNDINA AF OKKUR ÖLLUM  með fötur og skóflur og mamma að leika við okkur á ströndinni.. !!!!! og mamma

kveðja frá vinnu- vinkonu-frænku þinni

Guðný (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband