Fylgið upp!!!

Var að sjá nýjustu skoðanakannanir um fylgi flokkana.. Minn flokkur er á uppleið..Smile komin í 43.4% glæsilegur árangur, þó að ég viti eins og aðrir að kannannir eru ekki úrslit, en gefa þó einhverja vísbendingu. Ég gladdist sérstaklega að sjá fylgið aukast í NA- kjördæmi, enda flottur listi sem við erum að bjóða fram. VG eru á niðurleið..mældust með 16.7%-- úr 23.3%. Það er nær lagi, það var ekki normal fylgið sem þeir voru að mælast með...FootinMouth

Hef verið að fylgjast með fréttum af landsfundinum og stendur uppúr ræða formannsins og sér í lagi stefna flokksins í málefnum eldri borgara og viljinn til að taka við heilbrigðismálunum..Sé mikið eftir að hafa ekki farið á fundinn, hélt ég myndi ekki nenna eftir Kanarí, svo ég gaf sætið frá mér.. mistök.. hefði verið gaman að vera í stemmingunni fyrir kosningarnar.LoL

Hef verið að hlusta á viðtal við Sigurð Kára kristjánsson í morgunn, skemmtilegur strákur og hefur margt fram að færa, en ég get ekki verið sammála honum um áfengið í matvöruverslunum, hann hefur lagt fram frumvarp þess efnis á hverju þingi í 4 ár... Af hverju getur maður ekki keypt vín í ostabúðinni, er spurt... ef þú nennir í ostabúðina hlýtur þú að nenna í ÁTVR eftir rauðvíninu með ostinum... Mín skoðun litast auðvita af því að ég ér alkoholisti og hef séð afleiðingar ofneyslu vímuefna (áfengi er nefnilega löglegt vímuefni) á mínum nánustu og reynt á eigin skinni, og hræðist þar af leiðandi að fólki sé gert enn auðveldar um vik að nálgast þau.... Og hana nú...Frown

Annars er ég að reyna að manna mig upp í að byrja aftur að læra eftir fríið.. en ég nenni því ekki.. Verð samt.. Samfylkingarfólk er búið að boða komu sína til okkar í vinnuna í fyrramálið og verður gaman að hitta Möllerinn og félaga..Hann er skemmtilegur og hress. Nú fara þeir að streyma til okkar, enda kosningar framundan og allir koma við í starfsstöð Alþingis á landsbyggiðnni og forvitnast um hvað við séum að gera..

Freyja Hörður og Lena komu á föstudaginn og borðuðu með okkur, við Freyja fórum svo til Evu Rúnar og Gullu, Freyja ætlar að sauma fermingarfötin á Evu, svo þær voru að velta fyrir sér efnum og svoleiðis dóti, Gulla fær engu að ráða, dóttirin hefur ákveðnar skoaðnir á hvernig hlutirnir eiga að vera, og Gulla frænka mín virðir að sjálfsögðu óskir dótturinnar...Wink Minnir mig á þegar Freyja var fermd, þá var hún með puttana í öllu og hafði skoðun á minnstu smámunum og réð ferðinni...Gaman af svona stelpumLoL

Konni farinn á sjóinn, og ég ein og yfirgefin heima.. (setti nokkrar myndir inn úr ferðinni).

nóg að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband