Fullkomið líf ??

Ég fékk þessa uppskrift senda og mátti til að setja hana á bloggið mitt..

Til umhugsunar fyrir okkur sem viljum lifa í fullkomnum heimi..held reyndar að slikt sé ekki til.. Er ekki bara gott að vera eins og maður er, og þakklátur fyrir það sem maður á og hefur.. Ég held það nú.. Gott að fara hinn gullna meðalveg. Smile

Uppskrift að fullkomnu lífi?
>
> Fyrst sæki ég um að komast að í þættinum You are what you eat og
> kemst þá að því að matarræðið er snarbilað, en eftir að karlinn
> fer þá held ég samt bara áfram að éta og fitna meira. Þá fer ég í
> megrunarkeppnina The Biggest Loser og næ af mér nokkrum kílóum. Nú
> til að fá final touchið á þetta þá fer ég í The Swan og fer í
> nokkrar lýtaaðgerðir og fitusog, ekki veitir af.. en í lokaþættinum
> þá kemst ég ekki áfram í fegurðarsamkeppni the Swan, þannig að þetta
> hefur ekki virkað alveg. Þá fer ég í Extreme Makeover og læt taka
> mig ærlega í gegn, skipti bara um andlit og sýg alla fitu úr líkamanum.
>
> Þá er ég heldur betur orðin flott og fer í Americas Next Top Model
> þáttinn og geri gott þar.. en tapa. Nú er ég orðin soldið fúl og
> einmana, á engan kall nebblega. Best að fara í Bachelor og ná
> mér í einn ríkan og myndarlegan. Geri það, en þegar þáttaröðin og
> það er búið, vantar einhverja spennu í sambandið, þannig að við
> förum í Temptation Island... en þar endar það með að við hættum
> saman því við héldum bæði framhjá. Þá langar mig bara að vera dáldið
> sjálfstæð og verða rík..
>
> Þannig að ég fer í Survivor, þrauka alveg í 36 daga en lendi í 3.
> sæti ohhh ég fæ ekki einu sinni 100 þús dollara.. fer heim, alveg í
> rusli. En ég er ennþá sæt eftir lýtaaðgerðirnar og sílíkonbrjóstin
> hanga ennþá uppi.. og þar sem mig langar aftur í kærasta, þá skrái
> ég mig í Djúpu laugina.. næ mér þar í einhvern lúða sem býr í ljótri
> íbúð í Fellunum og er frekar subbulegur. En það er allt í lagi, ég
> hringi bara í vini mína í Queer eye for the Straight Guy og þeir
> koma og henda manninum mínum í klippingu og kaupa ný föt á hann, rí-
> dekkorreita svo íbúðina, allt voða flott og hann biður mig um að
> giftast sér í lok þáttarins, sem ég geri.
>
> Við förum þá auðvitað með brúðkaupið í Brúðkaupsþáttinn Já og vinnum
> svo ferð í Karabíska hafið, voða rómó. En á skemmtiferðaskipinu þá
> verð ég ólétt.. eignast svo krakka og eftir 2 ár er hann farinn að
> stjórna öllu, þannig að ég hringi í The Nanny og fæ hana til að
> kenna okkur að ala upp krakkann og láta hann ekki ráða öllu.
>
> Nú er allt komið í drasl aftur.. Þannig að ég hringi bara í Heiðar
> vin minn Snyrti og fæ hann að koma með þáttinn Allt í drasli og taka
> til... vá hvað það verður allt fínt hjá okkur! Þá er nú kominn tími
> til að hringja í Völu og við komum í Innlit Útlit, en við þurfum svo
> að stækka við okkur því að það er annað barn á leiðinni, þannig að
> við förum bara með íbúðina í þáttinn Allt undir einu þaki, seljum
> hana og kaupum stærri.
>
> Árin líða og þetta endar allt með því að ég er búin að skilja við
> kallinn sem hélt framhjá mér, lýtaaðgerðirnar sem voru gerðar fyrir
> 15 árum komnar í klessu, ég er ljót, feit, einstæð 2ja barna móðir
> sem á ekki neitt..
> þannig að ég fer bara í Fólk með Sirrý og væli yfir þessu öllu saman!
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband