Þokumóða..

Jæja, helgin liðin og allt að komast í eðlilegt horf á heimilinu. Það gekk flest eftir sem ég var búin að ákveða í síðasta bloggi, nema ekki náðist að tengja uppvaskarann áður en Konni fór að sjó á laugardagskvöld. Ég leyfði honum að gera ekki neitt alveg frá 9- 11 um kvöldið, eða þangað til hann fór, held að hann hafi bara verið fegin að komast á sjóinn og hvíla sig...hehehehe..Annars að verða mjög fínt, en nóg eftir samt.Smile

Lena fór á sjóinn með gamla og sagði hann mér, það sem við svo sem vissum að hún væri vargur í vinnu og gæfi strákunum lítið eftir. Þau voru með 10 tonn í fyrsta túrnum hennar,svo ekki er hún fiskifæla. Hún verður í afleysingum í sumar ef Guð lofar og lýst henni bara vel á.

Hörður Elís tengdasonurinn er kominn heim frá Mónakó, þar sem hann var með siglingalandsliðið á smáþóðaleikunum, en hann er þjálfari þeirra. Var voða gaman og gekk ágætlega, segir Freyja mér, en ég hef ekki heyrt í honum sjálfum.

komið var að máli við mig frá menningamálanefnd slökkvuliðsins, (en þeir sjá um 17. júní) og beðin um að vera FJALLKONA .... Ég þakkaði þeim vel fyrir að biðja mig, en afþakkaði boðið, sagðist nú ekki vilja vera ANNA ALLSSTAÐAR, léti sjómannadaginn duga.. Undecided

Rifjaðist upp fyrir mér þegar Bjarni fyrrverandi bæjarstjóri kom til mín í blómabúðina um árið, sömu erinda,  nema hann var svo fyndinn og bað mig að vera TRÖLLKONA á 17tjánda.. Afþakkaði þá líka, kannski hef ég móðgast svo við hann inn við beinið, kannski hrædd um að komast ekki í gallan .. nei.. eh he fjallkonubúininginn sem er mjög flottur og skrautlegur. Ég klæddi Þórgunni mágkonu mína í herlegheitin fyrir 4 árum er hún ávarpaði lýðinn á þjóðhátíðardaginn, og var þetta tómt vesen og gekk illa að fá höfuðbúnaðinn til að sitja á sínum stað, en það tókst nú á endanum.

Konni þarf að skjótast suður út af bátnum nú næstu daga og ég er nú bara að spá í að skella mér með honum..Þarf í IKEA að skipta á hurð f. ísskápinn og ná í grindur í búrskápinn, og skila slatta af höldum..keypti 48 stk höldur.. voru óvart 2. í hverri pakningu, Mér fannst svo skrítið að það voru merktar 12 pakningar á blaðið sem ég fór eftir og lét þau orð falla að teiknarinn hlyti að hafa verið í annarlegu ástandi þegar hann gerði þetta, svo ég keypti 24. Áttaði mig þegar ég kom heim.. betra er seint en aldrei.

Blessuð sumarþokan er mætt í fjörðinn og reyni ég að láta það ekki pirra mig..Tounge Hún fer og kemur, fer og kemur. Setti inn nokkrar myndir frá apríl, kannske bæti ég maí við í kvöld.

bless í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband