Súpernanny búin að skila...

Nú hefur fækkað um 2 á Hlíðarveginum, þar sem Harpa og Konni litli boyi, eins og Harpa kallar hann eru komin til ömmu og afa á Akureyri, en við skiptum þeim með okkur þessa daga meðan foreldrarnir sóla sig á Spáni. Cool

Þau voru bara ótrúlega góð og glöð ef frá er talið fyrsta kvöldið en þá grét Konni mjööööög lengi ca einn og hálfan tíma stanslaust, hann virtist hafa orðið hræddur við mig og byrjaði, og við gátum með engu móti fengið hann til að hætta. Við reyndum líka að gefa honum að drekka og hann þagnaði smá stund en grét svo bara enn meira. Ég var farin að svitna verulega og hugsa með hryllingi til næstu daga, þegar Konni afi  kom með pelann til mín og benti mér á að það kæmi ekkert úr honum. Þá var hlífin inni í pelanum sem maður notar þegar maður er að hrista þurrmjólkina. Það var nú ekki fallegur svipurinn á afa konna ..hm..hm. En það kom í hans hlut að ganga með nafna sinn um gólf og reyna að róa hann.  Halo Svo sofnaði þessi engill fljótlega þegar hann var loks búinn að fá að drekka og var voða góður allan tímann.  Ég fann verulega fyrir því þegar Konni afi var farinn aftur suður og ég var ein með þau.  Kát og þreytt amma sem kvaddi litlu kútana... Heart

Brúðkaup Sigurðar Garðars og Unnar var mjög yndislegt og fallegt eins og við var að búast. Tvíburarnir svo sætir í brúðkaupsfötunum sínum. Maturinn algjört æði og skreytingarnar engu líkar...Brúðurin var fallegust... svo kom amma Ólöf vinkona mín.. þvílíkt glæsileg konan ...svo brúðguminn sem var ekkert smá flottur, og svo hinir. Og veðrið maður minn .. það var nú engu líkt. Halldóra hálfsystir tók nú upp á því að úlnliðsbrjóta sig  5. mín fyrir brúðkaup svo ég hafði í nógu að snúast með Ólöfu alsystur á síðustu metrunum.

Eignaðist svo litla frænku 15. júlí er Hanna Dögg og Birgir eignuðust sitt fyrsta barn.. Mjög skemmtilegt allt saman. Smile

Smá um menningarferðina...

Við Ellen fórum á sýningu í Ráðhúsi R-víkur á skrímslum og ég var að sýna henni íslandskortið, fórum á listasafn íslands, Hljómskálagarðinn, húsdýragarðinn, miklatún, skoðuðum fullt af styttum úti um borg og bý, sýndi henni elstu húsin í R.vík sem ekki eru á Árbæjarsafninu, ákváðum að borða saman á Humarhúsinu kvöldið fyrir brúkaup hennar, ef það verðiur í R-vík, á meðan tilvonadi eiginmaður hennar gerir allt klárt fyrir brúðkaupið. Smile bið alla að minna mig á það þegar þar að kemur..hehe..Veit samt að Ellen Helga mun minna mig á og muna eftir þessum skemmtilega degi okkar í framtíðinni..

Fékk nýjan bíl í borginni...oh my good.. hann er bara geggjaður.. læt þetta duga í bili, næst: kínverska nuddið og örugglega meira um bílinn..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband