Ræktin enn á ný..

Í gær hófst á ný heilsukafli  í lífi mínu. Ég fór í ræktina í hádeginu og lyfti lóðum eins og súmó- glímukappi. Ég hef verið í sumarfríi þar síðan 24 apríl, samkvæmt bókhaldinu, fyrir utan 3 skipti, fór einu sinni í júní, júlí og byrjun mánaðarins. í dag er ég að drepast úr harðsperrum í handleggjum og brjósti, en ætla aftur í hádeginu svo neðri parturinn verði í stíl við þann efri.Wink

Hef líka verið dugleg að safna spiki í sumar til að hafa eitthvað að brenna í haust, ég meinaþað, það er ekkert varið í líkamsrækt nema að vera alltaf að rokka til og frá á vigtarhelv. eða málbandinu, hvað er varið í það að vera komin í eitthvað voða form og halda sér þar... nei .. betra að fara upp og niður...upp og niður..bara að maður lendi ekki of lengi niðri.Grin

Er að mála stofurnar heima núna, gott að hafa eitthvað að dunda við, þegar maður kemur heim úr vinnunni, ekki er veðrið svo gott að mann langi út í garð. Ég fer ekki út í garð ef ég þarf að klæða mig i ullar og vindgallann.

Annars nóg að gera framundan, berjadagar um helgina. Konni kemur væntanlega á föstudag með nýja bátinn,  verð að skreppa í berjamó, ná í aðalbláber, þau eru svo holl... með þeyttum rjóma og sykri.

Sæl að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband