Edrú í 12 ár..

Frábært veður í dag 17 stiga hiti og smá gola. Átti góða en annasama helgi, við konni fórum í berjamó á laugardag, vá hvað það er mikið af berjum hér í firðinum. Skaust á völlinn að sjá Leiftur/ks taka Sindra í r...gatið. 6-2. Mjög skemmtilegt. Fyrsti leikurinn sem ég sé í sumar en ætla að reyna að missa ekki af restinni af heimaleikjunum. Ótrúlega lélegt hjá mér, sem bjó nánast á vellinum fyrir nokkrum árum og sumrin fóru í fótbolta.. en það var nú í þá gömlu góðu daga..hehe

Á sunnudag kom fullt af fólki í kaffi til konna, Freyja, Hörður, mamma, Agnes, Óli Þröstur og co Sigurður Óli, Vala og börn, tengdaforeldrarnir og síðan komu Sossa og Margrét Jóna í gær.. Mjög skemmtilegt... Lena kom að sunnan á sunnudag, gott að hafa hana heima, en hún bíður nú eftir að komast á sjóinn með pabba sínum, vonandi kemst hann í fyrsta róður í vikulokin.

Fór á AA fund í gær og einnig síðasta mánudag. Hef verið mjög léleg við fundina í sumar, og var farin að finna verulega fyrir því, en fattaði það ekki fyrr en ég mætti, hvers ég saknaði. fór ekki einu sinni á fund í R-vík í sumar sem ég geri þó oft ef ég er þar. Alltaf gaman að heimsækja aðrar deildir. En þetta er nú einu sinni eina meðalið sem við alkarnir höfum og fáránlegt að hætta að taka það  á sumrin..Það hafa margir farið flatt á því að halda að þeir séu í svo góðum bata að þeir þurfi ekki á fundum að halda... Það kemur yfirleitt að fallinu fyrr eða síðar.

Svo skemmtilega vildi til að ég fékk nýja bílinn minn afhentan 18. júlí s.l. en þá voru 12 ár liðin frá því að ég fór í meðferð..  Var 8 skemmtilega daga inni á Vogi, og dauðskammaðist mín fyrir hvað mér fannst eiginlega gaman og spennandi að vera þar. Fékk að skreppa heim á bikarleik hjá Leiftri, sannfærði ráðgjafann minn um að það yrði ómögulegt að spila leikinn ef ég væri ekki viðstödd.. Fór síðan 2. dögum síðar í eftirmeðferð á Vík í 4. vikur. Hef hvorki fyrr né síðar eitt tíma mínum eins skynsamlega eins og þessar vikur. Trúi vart að liðin séu 12 ár..Vá hvað tíminn er fljótur að líða. Fyrir 5 árum fékk ég svo að koma í vikudvöl á Vík, til að hlaða rafhlöðurnar, sem voru á síðasta snúningi og það var mjög skrítið að vera þar aftur, búin að vera edrú í mörg ár og fara í prógrammið með fólki sem var að stíga sín fyrstu skref.. Alltaf gott að minna sig á hvaðan maður kemur og hvert maður er að fara.

Þó ég sé búin að vera edrú í 12 ár, er ég jafn langt eða stutt frá glasinu eins og hver annar. Þetta er bara spurning um að taka ekki fyrsta glasið.

gott að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kveðja frá systur í baráttunni. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.8.2007 kl. 15:38

2 identicon

Til hamingju með afmælið elsku vinkonufrænka mín og alkasystir! Já og takk fyrir alla AA-fundina sem ég hef átt með þér, þeir minna mig akkúrat á það, hvaðan maður kemur og hvert maður er að fara....

Og mundu það Sigga mín að þú ert EINSTÖK, skemmtileg og hæfilega rugluð !

Og mér þykir rosalega vænt um þig,

Knús og kossar í tilefni afmælisins

Guðný vinkonufrænka þín.

GuðnýÁgústsdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 19:55

3 identicon

Takk elskurnar fyrir góðar AA kveðjur. Sigga 

Sigga (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband