Gott að vita að Krúsinn er ekki öðruvísi en aðrir foreldrar..

Mamma sendi mig í sumarbúðir Þjóðkirkjunnar við Vestmannsvatn þegar ég var á unga aldri, og nú er mín í kirkjukórnum. Mín börn fóru líka á Vestmannsvatn og höfðu bara gott og gaman að því. Þar var kennslustund í kristnum fræðum á hverjum degi, þar sem við lituðum biblíumyndir með meiru. Svo ég tali nú ekki um fánahyllinguna á hverjum morgni.Wink

Þar var að vísu ekkert talað um geimverur eða þess háttar. Við Ólöf Vinkona vorum saman þarna í viku eða 10 daga. Tvær frá Ólafsfirði,... þar til við sáum Steinu Gylfa koma... og vorum við ekki sáttar við það.. Fannst við eiga staðinn.. bölvuðum henni í hljóði.. Einum eða tveimur dögum eftir að við komum þangað, var Steina svo flutt á sjúkrahúsið á Húsavík, með botnlangabólgu og kom ekki aftur.. Samviskubitið beit okkur vinkonurnar fast og fundum við okkur knúnar til að fara til Séra Gylfa og játa syndir okkar, vorum vissar um að það væri okkur að kenna að Steina lenti á spítalanum.Frown

Séra presturinn leit mjög alvarlega á okkur og sagði að við ættum að skammast okkar, og fara með faðirvorið í x langan tíma, eða x oft. Ég man það nú ekki svo gjörla. Þegar það var búið fengum við syndaaflausn. Man ekki hvort við sögðum Steinu nokkru sinni frá þessu. Ef ekki þá..

Fyrirgefðu Steina skólasystir mín, hvað við vorum leiðinlegar.

Eydalsysturnar voru þarna líka og vorum við líka leiðinlegar við þær, okkur fannst þær ekki nógu skemmtilegar. Við notuðum tækifærið til að biðja Ingu afsökunar eitt sinn er hún var með hljómsveit sinni að spila í Tjarnarborg, fórum baksviðs og kynntum okkur (þetta var áður en við hættum að drekka).. Hún mundi EKKERT eftir okkur. Það var nú svoldið gott á okkur.. hehe

Þetta var eina ferð mín í sumarbúðir þjókirkjunnar, lærði í það minnsta að maður á alltaf að vera góður við náungann, og biðjast fyrirgefningar ef maður gerir á hlut annara.

Nóg af syndajátningum í dag. 


mbl.is Tom Cruise sendi börn sín í sumarbúðir Vísindakirkjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

trúir þú því virkilega að þú bara getir bölvað einhverjum og þá lendi hann í slysi?

svo er verið að heilaþvo lítil börn, fólk á að hafa sjálfstætt val á trú ekki bara að trúa á það sem mamma og pabbi trúa á... ég meina, það er ástæðan fyrir því að þú trúir! en hefðir þú fæðst í saudi arabíu t.d. þá værir þú múslimi!

allt sem viðkemur trúarbrögðum er svo heimskulegt að það er ekki fyndið

og ekki fara að segja að ég megi ekki vanvirða skoðanir annara, af því að ég er ekki að gera það, ég er að segja mína.

haukur (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 17:16

2 identicon

Að segja "allt sem viðkemur trúarbrögðum er svo heimskulegt að það er ekki fyndið", er bara heimskulegt að mínu mati. Með allar þessar trúr þarna úti og mismunandi fólk sem túlkar hver sína trú eftir eigin nefi. Hvernig er þá hægt að segja svona? Þú hljómar eins og sá sem að ekki trúir og sért hálf abbó út í þá sem eiga sína trú og fá styrk frá henni. eins og sá sem að á ekki neinn/neitt til að kalla á, biðja til, þakka fyrir. Stundum er svoo gott að geta bara trúað að það sé einhver/eitt hvað þarna úti sem sé gott og vilji okkur vel.

Átt þú ekkert svona?

HOG (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 23:57

3 identicon

Á ég ekkert svona? Sem betur fer ekki!

Þú virðist svo fróð(ur) um þetta mál að þú ættir að geta sagt mér hvaða gagn það er í því að ákveða að það er einhver þarna uppi sem stjórnar þessu öllu saman og að maður geti talað við hann og fengið "styrk" frá honum. Fyrirgefðu en þetta er bara svo fáranlegt að það er ekki fyndið lengur.

Í fyrsta lagi, þá ef það væri einhver þarna uppi (sem betur fer er enginn) þá ættirðu frekar en að elska og tilbiðja hann að hata hann. Það er nú hann sem stjórnar þessu öllu saman, og það þýðir öllu, ekki bara því góða. Það er hann sem veldur stríðunum, það er hann sem veldur morðunum, það er hann sem veldur "slysunum" (varla slys, þar sem þau gerast ekki af slysni, heldur veldur Guð þeim), hann veldur veikindunum, hann veldur nauðgunum, hann veldur öllu því sem þú sérð eftir að hafa gert, og munt gera, hann, hann, hann. Svona er hægt að halda endalaust áfram. --- Æ nei, ég gleymdi því að djöfullin veldur þessu öllu, hah, heimskur ég. Málið er bara að ef Guð vildi ekki að þetta gerðist, þá myndi hann bara hindra djöflinum við að gera þetta, en ef hann gerir það ekki, þá er það af því að hann getur það ekki, og ef hann getur það ekki, þá er hann ekki lengur almáttugur. Eða er hann kannski bara svo illur, að hann vil að við sköðum hvort annað? Semsagt, ekki almáttugur, jæja, hvernig á hann að hafa skapað heiminn?

Jæja þetta voru svosem frekar mikklir útúrsnúningur við endan, en, sem betur fer er Guð ekki til, ekki heldur Allah, né Osiris, eða Jahweh, eða... þannig að þetta skiptir engu máli.

Þetta er bara svo asnalegt, hugtökin um Guð eru eins og um jólasveininn. Hagir þú þér vel, ferðu til himnaríkis (samkvæmt kóraninnum eru 99 hórur þar, bara fyrir þig, en afturámóti, hvernig getaær verið bara fyrir þig? Þá hljóta að vera fleiri en 99, fyrir alla múslimana! Ok útúrsnúningur, ég ætla ekki að víkja frá efninu) og ef þú gerir eitthvað "rangt" (það er ekkert rétt eða rangt þetta er bara hugtak, og hver og einn getur mótað sér eiginn skoðanir um hvað er rétt/rangt) þá brennirðu í helvíti að eilífu (en hann elskar okkur, auðvitað gerir hann það, og lætur okkur brenna í vítiseldum). Þetta er hreint og beint barnalegt!

Fólk sem fær styrk í gegnum trú er nú eitthvað að blekkja sjálfa sig.

Veistu, ég efast um að þú svarir mér þannig að ég ætla að hætta núna, en ef þú vilt ræða fremur um þetta, þa er þér velkomið að svara.

haukur (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 15:34

4 identicon

Russels teapot:

If I were to suggest that between the Earth and Mars there is a china teapot revolving about the sun in an elliptical orbit, nobody would be able to disprove my assertion provided I were careful to add that the teapot is too small to be revealed even by our most powerful telescopes. But if I were to go on to say that, since my assertion cannot be disproved, it is an intolerable presumption on the part of human reason to doubt it, I should rightly be thought to be talking nonsense. If, however, the existence of such a teapot were affirmed in ancient books, taught as the sacred truth every Sunday, and instilled into the minds of children at school, hesitation to believe in its existence would become a mark of eccentricity and entitle the doubter to the attentions of the psychiatrist in an enlightened age or of the Inquisitor in an earlier time.
 

haukur (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband