Afmæli og óvissuferð..

 

Elskulega frábæra Freydís Heba okkar.. á afmæli í dag, hún er 23 ára í dag

Freyja og heimilisdýrin sem pabbi skaut

WizardHeart TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN FREYJA OKKAR YNDISLEGAHeartWizard

Afmælisbarnið ætlar að heimsækja mömmu sína í dag sem er búin að baka uppáhalds kökurnar hennar í tilefni dagsins.. en ekki hvað.. Hörður er í útlöndum að siglinga ..eitthvað,, og flestir hinna í fjölskyldunni eru á sjó svo við mæðgur munum líklega tjilla í súkkulaðikökum og rólegheitum.

Við Jónína frænka fórum nú loks í gær með slyslókonurnar í óvissuferðina sem breytti alegerlega um stefnu, ætluðum vestur en fórum austur. Vegna Laufskálaréttar í Skagafirði gat enginn tekið á móti okkur svo við byrjuðum á Tjörn í Svarfaðardal, þar sem Sigríður Hafstað leiddi okkur um kirkjuna og sagði frá. Stórmerkileg og tignarleg konan sú.

Þaðan fórum við á Sandinn, þar sem ég sagði dömunum að tengdamóðir mín hefði verið svo elskuleg að bjóða okkur í grjónagraut, en leiðin lá í Kalda sem sveik nú ekki. Óli Þröstur, Dandi og Valur dældu bjór i fraukurnar sem kunnu vel að meta mjöðinn. Dandi útskýrði ferlið og upphafið af þessu ævintýri þeirra Öggu og Óla. Mjög flott hjá honum og fékk hann óskipta athygli þeirra. Ég sagði dömunum að enginn í fjölskyldunni hefði fengið svo mikið sem kvefpest síðastliðið ár, svo hollur væri mjöðurinn, ég væri auðvitað undantekningin og vildu sumar meina að ég ætti nú að skella í mig nokkrum bjórum svona upp á heilsuna. hehe. Fórum síðan rúnt um sandinn og sagði ég þeim hver ætti heima hvar og hverjir hefðu bruggað mest af landa í gamla daga o.s.frv. Held að ég hafi ekki logið miklu...

Borðuðum hádegismat á Kaffi Lísu á Hjalteyri. Veðrið var ótrúlega flott í allan gærdag. Þaðan fórum við í iðnaðarsafnið á Ak og segir það nú til um hvað maður er að eldast að flest sem þar var til sýnis hafði maður smakkað, notað, eða séð. T.d. Sjafnar dömubindin, hver man ekki eftir þeim þykku og mjóu bindum. Á Smámunasafnið inni í Eyjafirði var mjög gaman að koma en engin kona í hópnum hefði treyst sér til að þurrka af á þeim stað. Fengum kaffi og kökur í Vin og þaðan gengum við í jólahúsið þar sem sumar misstu sig og keyptu jólapakka og opnuðu strax. Af því tilfefni sungum við eitt jólalag á heimleiðinni. Fór svo heim með Guðnýju í mat til Ægis (voða æðislegt ), þegar við komum í bæinn. Hún tók fullt af myndum í ferðinni og ef ég þekki mína rétt verður ekki langt þar til þær myndir verða komnar á síðuna hennar( linkur hér til vinstri).

Við frænkurnar erum mjög fegnar að vera búnar með þessa ferð, því það hefur verið hálfgerður hausverkur að finna réttu helgina og veðrið, en við hittum vel á það núna.

Þegar við vorum farnar í gær, kom Ægir þessi elska hingað heim og smíðaði í eldhúsinu mínu, það er bara að verða klárt undir hellulögn eins og Lena komst svo skemmtilega að orði.. Hellur.. flísar.. hver er munurinn.. Konni er að fiska í dag og vonandi Siggi líka, hef reyndar ekki heyrt i honum. Vala og Konni litli eru lasin .. Haustflensurnar farnar að herja. þau hafa ekki drukkið nóg af Kalda.

Nóg að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband