Bernabéu--Fornebu

Var að segja mömmu, að nokkrir Alþingistappar, þar með talið við Guðný ætluðum að reyna að komast á leik Real Madrid- Olympiakos í meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið, það yrði nú til að toppa ferðina að fara á Bernabéu, völl þeirra Madridarmanna... Mamma horfði á mig stórum augum og spurði: Eru þið að að fara til Noregs???GetLost Nei við erum að fara til Spánar sagði ég, "nú ... en Fornebu er  nú flugvöllur í Norge"...Smile he he heSmile Gamla fólkiðSmile

Nú er skemmtileg helgi framundan, ég fer í fríið, ég fer í fríð, ég fer í fríið.. Get nú loks flutt ínní blessað herbergið í dag og mun Guðný vinkona mín verða fyrsti herbergisnaglakúnninn, maður verður nú að hafa hana almennilega á höndunum í ferðinni, Freyja og Hörður koma svo í fyrramálið, hún að leiðbeina í saumaskap, hann að slappa af í "sveitinni" eins og dóttir mín sagði, ég er að spá í að hringja í Stebba á Þóroddsstöðum og athuga hvort þau megi vera þar um helgina, fyrst þeim langar í sveit.. Það er engin sveit hjá mér..Pinch

Fór í hárið til Hófu í gær, er bara nokkuð fín, en er dekkri en ég var svo ég þarf að venjast því..

Setti svo vaxið í örbylgjuna í gær og hófst handa við að rífa, fætur, það gekk vel, undir höndum, það gekk líka ágætlega, prófaði svo augabrúnirnar, og er skemmst frá því að segja að Freyja verður að laga það með plokkaranum, tók miklu meira af annari en hinni, enda mjög erfitt að vera með gleraugun á nefinu við þessa athöfn, og fyrst ég var hvort eð er komin á skrið, girti ég nú bara niður um mig og tók bikinílinuna líka, í eldhúsinu..hmmm FootinMouth steingleymdi að spá í að það er varla hægt að segja að það séu gluggatjöld fyrir.. Vona bara að nágrannar mínir fyrir ofan götu hafi verið farnir að sofa..Svona þeirra vegna, held að þetta hafi ekki litið vel út,.. séð frá þeim..

En áfram með vaxið.. Það er alveg ógeðslega vont að rífa frá hægri til vinstri á maganum.. sérstaklega þegar maður er einn og enginn að halda skinninu strekktu, það er líka svo andskoti slappt, maginn á mér er eins og hafragrautur af slitum. Ég beit á jaxlinn og ..reif, það var ekki um annað að ræða, ekki gat ég verið með vaxdruslurnar á mér.. Já.. það var vont.. en hvað gerir maður ekki fyrir lúkkið. Það var reyndar svipað og með augabrúnirnar, ansi skakkt, svo það er spuring hvort ég þurfi plokkun þar líka, en ég hugsa að ég leyfi þessu bara að vera, enda allt í tísku þarna niðri eins og annars staðar. 

Held það nú að mín sé að verða tilbúin í ferðalagið, maður veit nefnilega aldrei hvað getur gerst á ferðalögum, gæti lent á spítala, svo þá vil ég nú vera fín allstaðar og svo það mikilvægasta.. Alltaf í samstæðu.. = nærur og brjóstarhald í stíl. Það kenndi Ólöf vinkona mér fyrir mörgum árum, fer aldrei út fyrir bæjarmörkin öðruvísi.eins og ég sagði: maður veit aldrei í hvers lags aðstæðum maður lendir eða kemur sér í.

Þannig er það nú..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigga vinkona mín og frænka....

EFTIR þessar rosalegu lýsingar á Do-it-yourself-at-home..... vaxinu, Þá fóru nú að renna á mig fleiri en tvær grímur og ég fór að leita í minnisbankanum,... bíddu nú við, ...ehmmmm... pantaði ég ekki örugglega BARA naglaísetningu ....

Jæja en til að vera 100% örugg, þá ætla ég að fara til Siggu Gunnars.... ÁÐUR en ég kem til þín í fína herbergið

Vá hvað við verðum langflottastar og gressilega fínar frá toppi til táar í orðsins fyllstu merkingu

Vivimos en Madrid!!

STórfrænkan (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 13:20

2 identicon

SIGGA!!!!    bros  hlátur  talar af sér    skelkaður  hugsandi  ánægð, (þetta er allt tilfinningar sem ég fékk við að lesa bloggið þitt!! Þú er nátturulega ,,alveg geggjuð"!!

Mér þykir vænt um þig og góða ferð til Madríd!

Stuðkveðjur Ólöf vinkona

Ólöf vinkona (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 13:22

3 identicon

já, það er líklega satt ...ég er geggjuð, Lofa að bjóða ykkur aldrei í vaxmeðferð. Hlakka til að hitta ykkur í nagladekri um helgina vinkonur mínar. Adios- Sigga

Sigga Guðm (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband