Madrid -- bara skemmtilegt..

Jæja þá er kerlan komin heim í fjörðinn fagra, eftir ógleymanlega ferð til Madridar. (Ef ég einhventímann gleymi einhverju fer ég bara inn á síðuna Guðnýjar og skoða myndirnar hennar úr ferðinni).

Skemmst frá því að segja að það var svakalega gaman frá a-ö Gerðum alveg helling, skoðuðum listasöfn, miðaldaborg, klaustur, kirkjur, veitingahús og síðast en ekki síst Xanadu- safnið (sem er stærsta verslunarmiðstöð í Evrópu) Okkur fannst bara flottara að kalla það safn en búðir þar sem mikið af listaspírum voru með í för og ekkert endilega að fara í búðir. Það er auðvita ekki hægt að fara til útlanda öðruvísi en að kíkka í moll.

Upp úr þessu öllu stóð ferð okkar á leik Real Madrid og Olympiakos í meistaradeildinni. Það var bara ólýsanleg reynsla og stemming fyrir okkur fótboltabullurnar, mig og Guðnýju. Vorum í VIP sætum, svo nálægt fótboltastjörnunum að við gátum klipið þá í lærin og rassinn, en við gerðum það nú ekki, vildum ekki trufla einbeitninguna, en Nistelroy vinur minn úr Man.Utd. var líklega nýbúinn að koma auga á mig þegar hann tók víti og var svo stressaður að hann þrumaði langt upp í rjáfur.. greyið.. Um níutíuþúsund áhorfendur og allir syngjandi og trallandi, við vorum fljótar að læra söng spanjólanna og trylltumst bara með þeim í gleði og stemmigu. Fyrir ykkur sem ekki voru þarna fór leikurinn 4-2 fyrir spanjólunum, en grikkirnir voru líka rosalega góðir en misstu mann útaf eftir 5 mín og spiluðu þar af leiðandi 1-2 færri, en þeir vildu meina að dómarinn hafi verið í Real Madrid.

Fórum á Prado safnið sem þykir eitt flottasta safn í heimi, skoðuðum myndir eftir Rembrant, El Grego Rafael, Velazkes, Rubin og fleiri og fleiri gamla meistara. Maður var nú bara orðlaus af hrifningu og lotningu. Ég gat nú ekki keypt neitt af listaverkunum, því þau eru víst ekki til sölu, en vinkonur mínar munu fá jólakort með vel vöxnum konum, eins og þessir gömlu vildu hafa þær, þá var sko ekkert herbalife eða líkamsrækt, hvað þá lýtaskurðir eða sog.

Verð nú að segja að stundum er ég eins og tveir asnar, fór ekki með strigaskó og var gengin upp að öxlum strax á fyrsta degi, gekk með kælispray, bólgueyðandi krem og töflur alla daga. Frysti mig bara, enda er ég nú bólgin og kemst ekki í neina skó, nema inniskóna. Þeir tóku nú af mér spreyið í flugstöðinni, allt fyrir öryggið, svo nú haltra ég um á inniskónum í snjónum.

Konni minn, þessi elska sótti mig suður og stoppuðum við aðeins í borginni, aðallega til að hitta Ellen Helgu sem hefur stækkað helling enda hefur amma ekki séð skvísuna í tvo og hálfan mánuð, held að aldrei hafi liðið svo langur tími síðan hún fæddist enda var ég komin með fráhvarfseinkenni og hún líka, sýndist mér.. Hún bíður með óþreyju eftir systkini sem fer að fæðast þá og þegar. Gaman að hitta Lóu litlu sem leit sko alls ekki út fyrir að vera komin á steypirinn.

Er semsagt komin heim og á fullu í naglavinnu, pantanir sópast að mér, svo nóg að gera framundan. Bara skemmtilegt.

Adios 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband