Tónleikatímar framundan..

Jæja, Nú er Ellen Helga búin að eignast litla systur, fæddist 10.11.  Hún er yndislega falleg litla prinsessan og mikið krútt. Gaman að skoða myndir af systrunum á síðunni þeirra. Ekkert smá stolt stóra systir og ánægð. Gruna að það verði ekki eins mikil ásókn í að koma norður á næstunni..hehe

HaloTIL HAMINGJU LÓA MÍN, ARNAR OG ELLEN HELGA Halo

Annars bara allt gott að frétta, ég er staðin upp úr flensunni og Sigurður Óli og Vala að verða búin að koma sér fyrir í firðnum og Freyja búin að fá afhent nýja húsið og flytur inn á næstu dögum. Hún er reyndar að læra undir próf og klárar það líklega fyrst, hún kann svo vel að forgangsraða stelpan.

Var í jólahreingerningum hjá múttu í gær, svo nú getur hún byrjað að skreyta ef hún vill, en henni fannst það nú heldur snemmt, minnti mig á að það væru nú einn og hálfur mánuður til jóla. Ég get líka farið að henda upp seríum, búin að vera eins og stormsveipur í þrifum. Konni hringdi í mig á sunnudag og sagði að ég gæti farið að setja útiljós, búið væri að kveikja á fyrsta húsinu í firiðinum. Ég vissi undir eins hvaða hús það væri Gísli Rúnar er bráðlátasti Ólafsfirðingurinn og er það bara skemmtilegt. Veitir ekki að lýsa upp svartasta skammdegið, tala nú ekki um þegar enginn er snjórinn.

Fór á stórskemmtilega tónleika hjá South River band á föstud. kvöld. Alveg magnaðir þessir kleifapönkarar, spila svona folka-músik með gítar, banjó fiðlu, harmonikkku, kontrabassa o.fl. Fiðluleikarinn Matti heillaði mig gjörsamlega, þvílíkur snillingur drengurinn og þeir allir hinir, hefði getað verið mikið lengur, en þeir spiluðu í tvo og hálfan tíma.  TAkk fyrir mig.

Á laugardag fór ég með mömmu í Afmæli félags eldri borgara (félagið 20 ára) Það var mjög fínt og góður matur hjá þeim kerlum.

Simmi frændi minn! Takk fyrir að kvitta í gestabókina.. Ertu í landi núna?? heima í baunalandi?? 

Konni og Sig. Óli á sjó, einhver reytingur hjá þeim.---- Mál að linni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband