jólin farin og búin að vera..

Búin að taka niður mestallt jólaskrautið, nema seríurnar úr gluggunum sem bíða eftir Konna, en það er hans verk því hann gengur miklu betur frá þeim en ég. Pínu eftirsjá eftir jólunum en það birtir meira með hverjum deginum og veðrið er svo gott svo þetta er allt í lagi.

Hef ekki enn borðað fisk eða skyr, er enn að háma í mig konfekt og sælgæti, en er komin af stað í ræktina svo ég má alveg halda áfram að skukka aðeins lengur. Við Guðný átum svartfugl í gærkvöldi sem tengdasonur hennar veiddi, með kartöflum, miklu smjöri og nóa konfekti .. Agalega gott .. nammi namm.

Lena og Konni byrjuðu á sjó strax eftir áramót og eru því ekki heima, svo ég ligg bara og les eftir vinnu, og tek eina og eina í neglur. Er að lesa núna Rimlar hugans eftir Einar Már, alveg ótrúlega gaman að lesa þá bók, enda efnið mitt uppáhalds.. Einar að gera upp drykkju sína og segir svo skemmtilega frá að unun er að lesa, sérstaklega þegar hann var í meðferð og lýsir meðferðafélögunum.. maður er bara komin á sloppinn inn á Vog með honum. Fór á AA fund á mánudag, komin tími til að ég hressti upp á andann og tæki lyfið mitt, skil bara ekkert í því hvað við erum fámenn, hvernig er þetta.. þurfa ekki einhverjir að fara að  drífa sig í meðferð?? eða bara á fund.. Endilega þið sem látið ykkur leiðast heima skellið ykkur í AA prógrammið og komið í fjörið og látið ykkur líða betur.. Nei nei ég er ekkert að væla, langar bara að sjá ný andlit og fjölgun í deildinni okkar. Kannske eru bara allir hættir að drekka og í góðum málum.. vonandi.. Nei ég fór á árshátiðina hjá slysó milli jóla og nýjárs og sá allavega þrjá fulla..hehehheheh.. djók.

By the way.. hætt að vera naglanemi, orðin fræðingur, tók prófið á Ak á laugardag og gekk bara glimrandi...

Gott í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

    Til hamingju með gráðuna Vinkonu-fræðings-frænka mín!! Og þú ert svo sannarlega frábær naglafræðingur.

Já þú ert nú bara svo dugleg að fara á fundi mín kæra, OG ERT alls ekki eina óvirka mannveran í bænum,  við hinar erum bara svo latar að mæta ja,  ...... ég t.d. þykist ekkert þurfa nema bara á einkafundina með þér, sem eru svo endalaust góðir fyrir mig.  

Og  ég var líka á  árshátíðinni og sá örugglega þrjár eða fjórar fullar, plús náttlega þessar sem eru sí og æ að segja hvað þær séu... "alltaf svo stoltar af okkur "!!

Takk fyrir matinn í gærkvöldi og spjallið góða, og svo fæ ég bókina lánaða.

STórfrænkan (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 19:07

2 identicon

Sæl sigga og gleðilegt ár langaði bara að kasta kveðju á ykkur í óló og til lukku með nagla-prófið

Sigga Dalvík (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 08:15

3 identicon

Takk nafna mín. Nú fer ég að koma í heimsókn til þín í búðina með nafnspjöld.. Er búin að vera á leiðinni síðan þú opnaðir á þessum góða stað í beygjunni heim..

Sigga Guðm (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband