Ég og Lýður...

Við lýður lottóvinningshafi eigum eitt sameiginlegt. Ég hef að vísu ekki unnið í lottói, en við borðum sama hádegismatinn: smjörsteikta humarhala í hvítlauk og rjóma. Já takk fyrir. Það er ekkert slor fæðið á mínu heimili.

Ástæðan fyrir flottheitunum er að hún Lena mín kokkar um borð hjá pabba sínum og ákvað að vera voða góð við strákana eftir mikla aflahrotu og keypi humar til að elda.. svo kom bræla og frostið farið úr hölunum svo hún tók þá með sér heim til að gleðja mömmu. Hún fékk líka kennslu í hvernig maður hreinsar og eldar herlegheitin. Henni þótti ekki gaman að skelfletta kvikindin og því síður þegar ég lét hana draga skítaröndina úr þeim...Með augnháraplokkaranum sínum.. Múhahaha..

En hún tók hraustlega til matarins þegar hann var komin á matarborðið.

Ég reikna ekki með þvi að hún kaupi aftur humar í kostinn um borð... Wink

Litlu krílin Harpa og Konni eru lasin þessa dagana og komast ekkert út greyin. BlushVonandi að þau fari að hressast krúttin. Konni litli er farin að ganga eins og herforingi og finnst það æðislegt.. hann stoppar ekki ...

Nú er komið að því að helgarfríið í ræktinni sem ég fór í um miðjan janúar taki enda. Ég hef lofað sjálfri mér því að mæta í síðasta lagi á mánudag.. síðasta lagi..  síðasta lagi.. muna það.. Er að hressast með hverjum deginum eftir flensuna svo ég hef enga afsökun lengur.. svo er annað sem ýtir vonandi á mig... ég er nefnilega að ..... .. ......! það er nú það og gettu nú..

Ég ætla að baka mér góða eplaköku á sunnudaginn og gefa kannske einhverjum með mér, Konni minn verður á sjónum en Lena fær frí fram á sunnudag, ætlar að passa upp á fæðið á hundinum sem hún segir að ég sé drepa hann vegna ofáts. Hún hrópaði upp yfir sig þegar hún kom heim í gær, að Perla væri orðin þvílíkt feit.. Ég sé það ekki, er svo meðvirk en viðurkenni að hún borðar alltaf með mér og álíka mikið og ég svo það er líkilega eitthvað til í þessu þar sem ég er 177 sm en hún 40 sm..úpps. Líklega springur hún einhvern daginn ef ég held svona áfram..

Góða helgi og verið eins góð við aðra og þið viljið að aðrir séu við ykkur.. Ég ætla að vera góð við Perlu og gefa henni lítið og hollt að borða..

djúpt mar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nafna já það er mánudagur í dag

ég fer á bjarg í kvöld maður verður að móast í þessu

Sigga Dalvík (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband