Helgarrölt ...

Jæja, þá er sumarfríi lokið að sinni og kerlan mætt í vinnu. Þegar ég er heima í fríi opna ég helst ekki tölvuna, þess vegna hef ég ekki verið dugleg að blogga. Hafði það gott í sólinni og góða veðrinu sem hefur leikið við okkur hér í firðinum. Við vorum mest megnis heima vegna veðurs, engin ástæða til að fara eitthvað í leit að betra veðri svo við hjónakornin dunduðum í garðinum við moldarflutninga, grassáningu og fleira. Konni setti nýja skjólveggi á svalirnar þar sem það næddi svo um hann við grillið, svo nú getur hann grillað að lyst án þess að spá í vindátt..

Vorum á Ak. um verslunarmannahelgina, nema konni stakk af í veiði í Mýrarkvísl (fékk 2 laxa) og notaði ég tækifærið og fór á ball í Vélsmiðjunni (held það sé nafnið núna) ásamt Guðnýju vinkonu minni. Það var merkileg lífsreynsla að skella sér, langt síðan ég hef séð annað eins safn af ófríðum miðaldra karlmönnum, skil bara ekki hvernig á þessu stóð,  kannske var þetta auglýst ball fyrir ófríða, ekki að ég hafi verið að leita spes af fallegum eða huggulegum mönnum, þetta var bara svo skrítið. hehe. En Sigga Beinteins og Bryndís Ásmunds ásamt hljómsveitinni Von klikkuðu ekki á stuðinu.

Toppurinn á helginni var í hád. á sunnudag á tónleikum Guðrúnar Gunnars, Valgeirs, Ingu Eydal og Ingimars þar sem þau tóku nokkur akureyrsk lög í lundi við iðnaðarsafnið. Þvílík notaleg stemming sem myndaðist og í bónus var boðið upp á Vallash og pilsu með öllu +rauðkál og allt undir.

Flugeldasýning um kvöldið og síðan heim í fjörðinn.

Sama uppi á teningnum s.l. helgi. Flakkað milli Fiskidags og heimahaga.  Súpuröltið indælt á föstudagskvöld með barnabörnin Ellen og Hörpu, gott veður og skemmtileg stemming. Kíktum aðeins á laugardag á bryggjuna, en okkur var skítkalt svo við vorum nú ekki lengi, hlustuðum á karlakórinn sem er bara stórkostlegur og drifum okkur svo heim. Konni og Lena fóru síðan á sjó, en við Ellen, Freyja og Hörður fórum í brekkusönginn og flottu flugeldasýninguna hjá nágrönnum okkar um kvöldið.

Horfði svo á Strákana okkar taka Rússana í handboltanum á ól. um nóttina. Þvílíkt flottur leikur hjá okkar mönnum...

Ekki leiðinlegt og vart hægt að biðja um meira...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband