Svartur mánudagur

Notaleg helgi í faðmi fjölskyldunnar að baki. Konni og Sig. Óli komu í land á föstudag vegna brælu en Sig. Óli fór svo aftur að sunnud. - morgunn en Konni minn er í fríi í 3 daga. Lágum eiginlega bara í leti á laugardag og fylgdumst með landsleik stelpnanna okkar í boltanum. Þær vinna bara seinna..

Rökkurhöfði heimsóttur á sunnudag, en það er nafnið á heimili Guðmundar Fannars og Bjarkeyjar í Eyjafirði. Mjög fallegt húsið þeirra sem þau hafa verið að byggja undanfarið, en á sunnudag var skírður sonur þeirra heima í stofu af Hannesi Blandon og fékk litli frændi minn nafnið Þjóðann Baltasar. Stórt og mikið nafn sem ég veit að sá stutti á eftir að bera með rentu. Til hamingju..

Gaman að hitta allt fólkið sitt og eiga með því góða stund og ekki voru nú veitingarnar af verri endanum.

Byrjað að ríkisvæða bankana aftur, já það er ekki verið að einkavæða í dag ónei ónei, það sannast nú enn og aftur að það sem fer upp... kemur aftur niður og auðvita kemur það í hlut okkar almúgans að redda bönkunum svo þeir rúlli ekki yfir. Trúlega lækka launin enn í Glitni, þó Þorsteinn Már hafi lækkað toppana þegar hann kom þar að. Svona er Ísland í dag. Ekki man ég eftir að maður hafi fengið að taka þátt í sukkinu, en  maður er nógu góður til að þrífa upp alla andsk. óráðssíuna eftir "strákana okkar"  Ekki laust við að maður sé gramur yfir þessu ástandi.

Gott í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband