heppin ég.........

Ég er svo heppin.

Ég á engin bréf í neinum sjóði. konni átti einu sinni bréf í Eimskipum, en við seldum þau til að borga skuldir fyrir einhverjum árum.  Heppin...

Á laugardaginn lagði ég bílnum mínum á nýja bílastæðið við kirkjuna. Þegar ég fór aftur á stað á bílnum mínum fína með dýra körfuláninu, setti ég í Dið og keyrði áfram, var búin að gleyma að ég hafði lagt við nýjan háan kant bílastæðisins svo auðvita keyrði ég á. En svo varlega að það sér ekki á bílnum mínum... Heppin...

Á laugardagskvöldið sofnaði ég fyrir framan sjónvarpið og vaknaði kl 01.30 um nóttina, fór niður og hleypti hundinum út að pissa, tók ofan af rúminu mínu, burstaði tennurnar og ætlaði að skríða upp í rúm. Mundi þá að ég átti eftir að slökkva ljósin uppi svo ég dreif mig upp og á leiðinni heyrði ég mikil rigningahljóð, leit út um eldhúsgluggann en það var engin rigning, bara ágætis veður, svo ég fór nú að athuga hvað ylli þessu, nema hvað.. annar stóri ofninn í stofunni var sprunginn og sjóðandi heita vatnið lak um fína parkettið mitt. ég stökk og náði í tuskur sem enganvegin dugðu.. og setti puttann í gatið, en það var svo heitt vatnið að það var ekki þægilegt. stökk og náði í símann, hringdi í Sigurð Óla .. fyrstu viðbrögð af því hann var heima, en af því að ég er sjómannskona þá kann ég ýmislegt og auðvita hljóp ég svo niður og skrúfaði fyrir inntakið á húsinu. Vatnið hætti að renna og var þurrkað upp. Kemur svo bara seinna í ljós hvort einhverjar varanlegar skemmdir verða. En ég hefði ekki viljað vakna upp um morguninn með húsið allt á floti sem hefði gerst ef ég hefði ekki sofnað við sjónvarpið uppi.. ..Heppin ..

Er að fara að elda áfallahjálparmat (eitthvað feitt og óhollt) handa dóttur minni henni Freydísi Hebu sem ætlar að koma til mömmu eftir erfiðan dag í vinnunni, en hún vinnur í Landsbankanum á Akureyri.. Skiljiði?? Heppin ég að fá hana í heimsókn.

Heppin..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ já þad má segja ad þú hafir verid heppinn :) eins gott ad þú sofnadir vid TV :)

Silla DK (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 09:58

2 identicon

Jæja segðu. ég var ekkert smá heppin...

Sigga Guðm (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband