vetrarfrí

 hjá Lenu um helgina, gaman að fá hana heim í nokkra daga. Freyja kom líka ásamt saumavélum sínum því það er svo mikið að gera að hún má aldrei slá slöku við lengi í einu. Borðuðum góðan mat, pottuðumst og horfðum á Fjallabyggð tapa fyrir Ak í Útsvari. Það var ekki gaman.

Fyrsti fundur okkar Jónínu í slysó var í gærkveldi og gekk nú bara vel hjá okkur frænkum,þ.e.a.s. þegar fundurinn var byrjaður.  Það varð smá stórt óhapp hálftíma áður en hann byrjaði. í stuttu máli þurfti ég að fara aðeins út, opnaði útidyrahurðina og í sama bili skall á mikil vindkviða, svo mikil að hurðin fauk upp, brotnaði af og fauk út og ég með... ég er ekki að grínast... Hurðin fauk bara af!!! En Jónína formaður hringdi í snatri á björgunarsveitina og komu þeir í hvelli og settu hlerann í og negldu fastann. Og við hlógum og hlógum og hlógum, Alda, Jónína og ég. konurnar voru undrandi á að þurfa að ganga inn í  "bátaskýlið" og þá leið upp, en voru ekki hissa á að hurðin væri farin, hún hefði oft fokið upp og kominn tími til að skipta og gera skýli fyrir utan. hún opnaðist sko út blessuð hurðin. Mér þótti nú verst að vera nýbúin að láta smíða lykla sem verða nú aldrei notaðir.. hehe.

Fórum svo í kaffiveislu til Björgunarsveitarinnar 35 konur og skoðuðum húskynni og tæki. Mjög gaman og höfðu fæstar þeirra komið þangað áður.

Erum að skreppa í borg föllnu bankanna á morgunn, við hjónakornin á leið til augnlæknis og Freyja með okkur í efnisleit. Við erum að vona að eitthvað sé til enn að efnum í borginni en maður veit aldrei því fréttir segja okkur að allar búðir eru fullar af fólki sem verslar og verslar  hamstrar og hamstrar... ótrúlegt en satt.. í kreppunni.

Þannig er það nú


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þad er aldeilis þú mátt ekki vera med svona brussugang hehe nei nei bara strída adeins :) já þad er alveg merkilegt hvad allir geta verid í búdum þó allt sé á hvolfi ,,ég sá einmitt a netinu þegar var verid ad opna einhverja verslunarmidstöd i RVK fyrir nokkru sídan(en samt  )þad var bidröd hleypt inn i hollum alveg ótrulegt hehe gamgi ykkur vel i borginni knús knús

Silla DK (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband