MISSKILNINGUR???

Af hverju í ósköpunum var blessaður maðurinn ekki búinn að segja okkur fyrr að þetta væri bara misskilningur að við þyrftum að borga ICESAVE skuldirnar.. Hann hefði getað sparað okkur og heiminum heilmiklar vangaveltur um hver eigi að borga.

Gat maðurinn ekki hringt í Geir, Davíð, Darling og Brown og látið vita af því að bankinn gamli ætti fyrir þessu. Kannske hefði danskurinn jafnvel verið tilbúinn að bjarga íslendingnum Ólafi úr sjávarháska ef þeir hefðu vitað!!! og orðspor hins almenna íslendings í útlöndum væri ekki ónýtt.. Sorrý bara misskilningur.. SVEi attan..

En í annað. Ég og mín góða frænka og vinkona Gulla, höfum nú í tvo daga hist eftir vinnu heima hjá henni til að baka marsipan-nammikökur fyrir tískusýninguna hennar Freyju. Freydís bað sérstaklega um þetta, enda mikil marsipankerling. Ég leitaði til Gullu marsipansérfræðings um aðstoð því þetta er ekki mín deild. Gunnlaug er fræg fyrir fermingar, brúðkaups, og skírnar- stóru flottu marsipanturnana sína svo ég kom nú ekki að tómum kofanum hjá henni. Fyrri daginn gekk allt eins og í sögu, Gulla var aðal og ég aðstoðaði og gerði eins og mér var sagt. Eftir okkur lágu 340 kökur.

Í gær (seinni daginn) stillti ég mér upp fyrir framan hrærivélina og Gulla spurði hvort ég ætlaði að vera aðal- í dag. Já best að læra þetta sagði ég og skellti marisipaninu í skálina og Gulla hóf að brjóta eggin eins og ég hafði gert daginn áður. Þá komu fyrstu mistökin, ég ákvað að þetta gengi ekki nógu hratt svo ég fór að brjóta líka og þega Gulla spurði hvort það væru komnar 4 eggjahvítur sagði ég já og setti þá fimmtu í , sem var of mikið, en það uppgötvaðist ekki strax, ekki fyrr en átti að hnoða dótið sáum við að þetta var allt of blautt og ég fékk rosalegar skammir fyrir afskiptasemina, en Marsipansnillilngurinn Gulla reddaði þessu svo við hófum að troða í hakkavélina og útbúa lengjur og gekk það vel, en í restina ákvað meistarinn að setja bruður í vélina til að hreinsa út marsipanið og vildi ekki betur til en að lengjustykkið á vélinni brotnaði af og er ótnýttFrown

Jæja, við skárum lengjurnar niður og inn í ofn með þær. Mér var svo treyst fyrir því að bræða súkkulaði meðan Gulla hljóp niður að ná í dúnk undir herlegheitin, setti súkkulaðið í örbylguna og fór að vaska aðeins upp, eftir smástund gaus upp þvílíka brunalyktin, ég leit í bakarofnin og sá að kökurnar voru ljósar og ekki bakaðar, þá sá ég reykinn koma út út örbylgjuofninum og eldhúsið fylltist.

Gulla kom upp í því sem ég var að slökkva á örbylgunni og það var ekki fallegur svipur á henni..heheheheheheheheh. Loftuðum vel út og Gulla ýtti mér frá örbylgunni og súkkulaðinu sagði að mér væri ekki treystandi fyrir þessu.

Ég fór þá að gera "rjómasprautuna" klára en fann ekki eitt stykki úr henni og við leituðum og leituðum en fundum ekki. Ég endaði úti ruslatunnu og sótti rusl gærdagsins og síðan var farið vandlega yfir og auðvita fann ég stykkið og Gunnlaug er sannfærð um að ég hafi hent því, stúturinn sem við höfðum notað daginn áður fannst hinsvegar ekki hvernig sem við leituðum.

Við náðum þó að klára dæmið og aðrar 340 kökur eru nú komnar í frost hjá Gullu því mér er ekki treyst til að geyma þær og má ná í þær á fimmtudaginn 20. nóv.

Samt þó að ég hafi skemmt og drullað mikið út hjá frænku minni (setti meira að segja skítugar ísskápshillurnar óhreinar inn í ískáp þegar búið var að kæla súkkulaðið) bauð hún mér aftur að borða með þeim... svona er hún góð kona og það er ekki sjálfsagt að eiga svona góða vini.. Smile

En... það er ljóst að Gulla bakar ekki fleiri marsipantertur í fermingarveislur bæjarbúa.. Græjurnar eru ónýtar og sumar týndar.. Takk fyrir skemmtilega bakstursdaga Gulla mín og hóaðu bara ef þig vantar aðstoðarbakara í eldhúsið, veit að ég fæ ekki aftur að vera aðal..múhahahahSmile

Nóg komið

 


mbl.is Skuldir lenda ekki á þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Seðlabankinn okkar hleypti öllu í bál og brand með því að segja "við borgum ekki skuldir óreiðumanna".  Eftir það hlustaði enginn á neinn eða neitt!

Vilborg Traustadóttir, 14.11.2008 kl. 10:36

2 identicon

þad hefur aldeilis verid verkun á þér Sigga hehehe ég sá þetta alveg fyrir mér þegar ég var ad lesa þú ert bara snillingur hehehe ,, gangi ykkur vel á sýningunni hefdi alveg viljad sjá þessa sýningu en þar sem vid komum til landsins 21 þá gengur þad ekki alveg :) alla vega litli marsipan snillingur hafdu þad sem best :) og vid sjáumst

Silla DK (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband