Gleðilegt ár 2009

Nú er nýtt ár gengið í garð og er ég viss um að það verður enn skemmtilegra en það sem við vorum að kveðja. Því þrátt fyrir bankahrun og kreppu var þetta gott ár fyrir mig og mína þegar ég horfi yfir sviðið. Allir eru frískir og hamingjusamir og þá þarf nú ekki að biðja um meira. Allavega ekki ég.

Ég þarf ekki að fara langt aftur í tímann til að hugsa til þess er bakkus og önnur vímuefni stjórnuðu ölllum í þessar fjölskyldu, hvort sem þeir voru neytendur eða meðvirkir aðstandendur þá er ég svo þakklát fyrir s.l. ár þar sem mitt fólk tókst virkilega á við vandann og hafði betur í baráttunni nú um stundir a.m.k. og greiddi sínar skuldir til samfélagsins. En þar sem ég er eldri en tvævetur veit ég að baráttan er ekki búin, hún mun standa um ókomin ár en við njótum hverrar stundar þegar vel gengur, en verðum tilbúinn í slaginn ef og þegar þeir áðurnefndu félagar berja á dyr. Krossa fingur ðg bið til Guðs að okkar tími sé komin og þessi pakki sé búinn.

Áramótin voru okkur góð hér á Hlíðarveginum, Kalkúninn var sá besti sem við höfum borðað og mæli ég eindregið með þessari eldunaraðferð sem ég beitti. Horfðum saman á skaupið og fórum síðan öll hersingin til Arnars og Þórgunnar og fögnuðm nýju ári sem aldrei fyrr með fllugeldum og eplacider hehe. siðan var spilað Partí og CO fram eftir nóttu. Við Konni fórum heim um 2.30 með Hörpu og Orra sem gistu hjá okkur. Foreldrar Harðar og systir fóru svo til síns heima eftir miðnættið.

Á nýjársdag buðum við mínu fólki svo í seinnipartskaffi til að allir gætu nú hist og kysst. þar sem við höfum lítið séð til Þórðar og fjölskyldu um jólin og komu þau öll norður krakkarnir um áramótin og var virkilega gaman að hitta þau Örnu Björk og fjölskyldu, Elís og hans kærustu og dóttur hennar og svo Guðmund með sína familíu frá Rökkurhöfða.

Aðalástæðan var auðvita að kveðja mágkonu mína hana Hófý sem er að fara í víking til Danmerkur og ætlar að vera þar fram á vor í listaskóla, við erum stolt af henni að drífa sig og eins og máltækið segir, betra er seint en aldrei. Hún er að láta gamlan draum rætast og er ég viss um að hún á eftir að njóta þess í botn og rúlla þessum skóla upp.

Konni sigldi svo burt í gærmorgunn á sjóinn og skildi mig eina eftir í kotinu og verð ég að viðurkenna að ég er bara búin að liggja, lesa, borða og sofa síðan hann fór og nýt þessa letilífs í botn. Yndislegt að hafa alla hjá sér um hátíðir en maður má líka viðurkenna að það er æðislegt að gera ekki neitt í smá tíma annað en að  morra og slæpast.

Gleðilegt nýtt ár allir

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt ár elsku frænka mín.

Lísa, Rúnar, Karen Helga og bumbukrílið (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 12:10

2 identicon

Gledilegt ár sigga min :) já madur má þakka fyrir ad allir séu frískir og gangi vel þad er nu adalmálid þegar upp er stadid :) nu bydum vid Simmi bara eftir Hófý og Þórdi en þau koma ekki fyrr en hálf 2 í nótt þá keyrum vid til árhus og náum í þau gaman af því bara ,, hafdu þad sem allra best knús knús

Silla DK (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband