Blása 2 --hnoða 30

Í gær fór ég á skyndihjálparnámskeið hjá Hörpu Jóns sem hún var svo góð að halda fyrir slysavarnarkonur hér í firðinum. Gott að rifja upp það sem maður hefur áður lært og ótrúlegt hvað maður man þegar maður er minntur á það..hehe.

Best fannst mér þegar hún sagði að það væri miklu mikilvægara að hnoða heldur en að blása. Einhverra hluta vegna held ég að ég sé ekki til í að blása í hvern sem er, en ég væri til í að hnoða hvern sem þarf.. En þetta eru nú bara stælar í mér og líklega þegar á hólminn er komið spáir maður ekki í neitt annað en að gera rétt .. blása tvisvar og hnoða 30 sinnum.

Konni minn hefur verið heima í nokkra daga og hefur notað tímann til að flísaleggja smá á baðinu hjá okkur. Erum að koma okkur upp langþráðri sturtuaðstöðu og ég get ekki beðið eftir að allt verði tilbúið.  Hann fer svo á sjó í kvöld eða í nótt, en Sig. Óli hefur verið að róa undanfarna daga og fiskeríið hjá þeim fínt.

gott í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband