Konudagurinn..

Helgin framundan.

Ellen Helga komin í fjörðinn fagra og ætlar að skemmta okkur með nærveru sinni og við auðvita henni. væntanlega vera þau (Konni, Ellen og Harpa) í mat hjá ömmu í kvöld og gista í framhaldinu þar sem foreldrarnir ætla að borða hjá Lísu skvísu. Ellen spurði mig strax í gærkvöldi hvort ég ætti ekki Mamma mia myndina og þegar ég neitaði því átti hún ekki til orð af hneykslun og spurði afa sinn hvort hann vissi hvaða dagur yrði á sunnudaginn.

Hann vissi það ekki, svo hún varð enn hneyklsaðri og sagði honum að það væri Konudagurinn, hvort hann vildi ekki gefa ömmu MAMMA MIA diskinn í konudagsgjöf? Jú honum fannst það nú ekki vitlaus hugmynd og sagði hún þá að ef hann yrði á sjó gæti amma bara keypt hann, en svo yrði hann að borga ömmu diskinn þegar hann kæmi heim.

Afinn reyndi nú að útskýra að hann ætti peningana sem amma verslaði fyrir svo hann þyrfti ekkert að borga henni til baka en Ellen var hörð á því að hann þyrfti víst að gera það.

Konni er nokkuð viss um að ég hafi kennt henni þessa hagfræði:)

Góða helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband