Páskar á enda

Páskahátíð um garð gengin. Ellen og orri voru hjá okkur, konni og Harpa komu svo í 2 daga og skelltum við okkur í keilu ásamt Freyju, Herði, Lenu Hafþóri og Þórði bróður og hans stórfjölskyldu. Skemmtum við okkur konunglega.

Fór í messu á föstudaginn langa og las einnig nokkra passíusálma um morguninn. Dreif mig líka í sönginn á páskadagsmorgunn og þurftum við kórfélagar að mæta kl 8 um morguninn til kirkju, en Munda prestur er búin að færa messuna frá kl 8, til kl. 9 og er það mesti munur, bæði fyrir kór og kirkjugesti. Síðan var drukkið kaffi og páskaegg mauluð með í safnaðarheimilinu á eftir.

Borðuðum svo saman systkynafjölskyldurnar á páskadag hjá Arnari.. skemmtilegt.

Er ekki að nenna að blogga, en ætla að dröslast hér inn með reglulegu millibili ef eitthvað skemmtilega fréttnæmt er í gangi.

Gott


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband