bara einn dagur síðan síðast..

var bloggað. Mér er eitthvað að fara fram geinilegaSmile Svo líður mér líka ágætlega í dag, var í gær í höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð ásamt meiru hjá mínum yndislegu vinkonum Ólöfu og Snjólaugu. Takk elskurnar mínarHeart

Það var nú alveg ótrúlegt skal ég segja ykkur, ég veit ekkert hvað þær gerðu, en á eftir leið mér eins og þungu fargi hafi verið lyft af mér, er búin að finna fyrir depurð, sorg og reiði í vikunni sem mér tókst að setja aftur fyrir mig fram yfir skírnardag drengjanna. Þetta helltist svo yfir mig á mánudag, hef hreinlega lagst fyrir eftir vinnu á daginn og sofið mikið, í staðinn fyrir að rífast á stað með gólfmoppuna sem er mitt aðalsmerki ef mér líður illa.. Þá moppa ég og moppa, og skúra og skúra, sem er líka frekar klikkað en samt betra en að liggja í eymd og volæði.

Ólöf vinkona mín kom til mín fyrir síðustu helgi  til að athuga hvort ég væri búin að skipta út moppunni fyrir hrærivélina, þar sem hún sá hana standa á eldhúsbekknum dag eftir dag, og hélt að nú væri ég búin að missa mig í bakstri og hætt í skúringunum.. En nei þær voru bara ekki byrjaðar:)

Fór svo á konukvöld í búðinni og keypti mér kjól, sem líka lyfti brúninni á mér, var ferlega fyndið að koma þangað inn og fyrsta sem ég sá var þessi kjóll og svei mér þá ef það stóð ekki á honum stórum stöfum SIGGA KAUPTU MIG.. mér sýndist það allavega, og nú er hann minn, svona eins og ff kjólarnir mínir voru í den. FF kjóll var skamstöfun yfir föstudagsfyllerí, (þ.e. að fá sér smá í glas, eftir vinnuvikuna og þrif, maður átti það þvílikt skilið.. haha).

Konni minn að skjótast heim í dag, v. brælu það verður gott að knúsa kallinn aðeins.

Eigið góða helgi allir sem einnSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært ad þær gátu hjálpad þér ,,gott ad eiga góda ad .. hafdu þad gott um helgina Sigga mín :)

Silla (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 11:40

2 identicon

þú ert algjör hetja Sigga mín, hafðu það nú gott:)

vala (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 12:39

3 identicon

já ef að allar konur væru eins og þú Sigga væri heimurinn sterkur og góður

miðað við allt sem á hefur gengið hjá þér og þínum er ég ótrúlega hissa að alltaf stendur þú upprétt og lýtur alltaf vel út .

ert einstök kona .

kveðja úr Hveragerði

Lóa (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 13:09

4 identicon

Takk fyrir hlýju kveðjurnar stelpur mínar:)

Sigga Guðm (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband