Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Gleðileg jól

Gleðileg jól allir nær og fjær.

Hér á Hlíðarveginum höfum við haft það gott um hátíðina. Skatan á Þorlák var góð eins ogi við var að búast, en við söknuðum vina okkar, ólöfu og Barða sem voru fjarri góðu gamni í vegna veikinda Helga. Það sló auðvita á gleðina og fékk okkur öll til að staldra við og hugleiða enn og aftur hvað er mikilvægast í lífinu þegar allt kemur til alls.  Biðjum við til Guðs um að hann nái fullum bata á ný og ekkert sem bendir til að svo verði ekki, eins og staðan er í dag.

kápukórinn fór af stað og sungum við í hefðbundnum húsum við mikla gleði húseigenda, og mátti sjá tár á hvörmum, enda er það mottóið hjá okkur að koma út tárum hjá fólki. Húsin voru þó aðeins færri í ár þar sem umbinn okkar hún ólöf var ekki með, og vegna kreppunnar sungum við bara eitt lag á hverjum stað.

Á aðfangadagskvöld vorum við konni og Lena í rólegheitum eftir messuna, bara þrjú í fyrsta skipti, en fórum þegar líða tók á kvöldið til Sig. Óla og fjölskyldu, en Konni litli var veikur um jólin svo það setti pínu strik í reikninginn hjá þeim og komu þau ekki í jólaboðið hjá mömmu á jóladag, né á Sandinn á annan, en við hin mættum og áttum góðar stundir með ættingjunum á báðum stöðum.

Allir fengu svo fallegar jólagjafir, gefnar með kærleik og góðum huga.

Áramótin framundan og þau verða pínu skrítin þar sem Ellen Helga kemur ekki til okkar eins og hún hefur ávallt gert öll sín átta ár. Einnig verður Lena farin austur, en Hafþór kom á annan og eru þau að ferðbúast nú í augnablikinu. Allt er breytingum háð og maður á alltaf að gera ráð fyrir því að með nýjum tímum komi breytingar. Orri mætiri hins vegar eins og alltaf og á sá góði drengur afmæli í dag

 Wizard11 ára í dag.. til hamingju með daginn elsku Orri okkarWizard

Sigurður Óli og fjölskylda, Freyja og Hörður og kannske foreldar hans og systir verða hér með okkur, svo okkur mun ekki leiðast þessi áramót, frekar en önnur. Kalkúnnin komin í afþýðingu og mun svo á morgunn leggjast í kryddpækil í sólahring og síðan inn í ofninn á gamlárs í 1-2 tíma á fullu trukki, ný eldunaraðferð sem ég ætla að prófa núna.. ójá..

Gleðilegt nýjár allir nær og fjær....


jólaundirbúningurinn í hámarki

Skemmtileg helgi að baki. Ellen Helga og Orri farin til síns heima, eftir heimsókn í firðinum fagra. Þeim leiddist ekki frekar en áður að hittast og eyða tíma með fólkinu sínu. Þau mæta svo aftur milli jóla og nýárs.

Konni kláraði að seja jólaseríur í tré og runna og Sig. Óli kom í land á föstudaginn eftir 2 vikna túr og var mikil gleði í kotinu þar. Komin smá jólaundirbúningsþreyta í kerluna en ég merkti það á föstudag þegar ég gleymdi bílnum mínum í gangi fyrir utan spari-póstinn í 11/2 tíma.. Wink Skildi hann eftir þar og fór í vinnu, fór svo til Ak og ætlaði að gera neglur, en þegar til átti að taka hafði ég gleymt "nöglunum" heima, svo ég fór aftur á laugardag til að klára það sem ég hafði lofað þar. Meiri sauðurinn ég.

Á laugardag skreyttum við jólatréð, ástamt barnabörnunum, nema konna Þór litla, sem var ekki boðið þar sem ég reiknaði með að fleiri kúlur og skraut færu af, en á. Tókst afar vel hjá okkur og þurfti ég ekki að færa mikið til í laumi. Hehe.

Á morgun ætlum við að sjóða skötu í stórum potti og eigum von á vinum og vandamönnum í mat i hádeginu. Það verður skemmtilegt. Þórður og Hófý eru að vísu farin suður að halda jól, svo ég sendi hann með skötu með sér og vonandi aumkar einhver sig yfir hann og leyfir honum að sjóða hana. Mamma er hætt í skötubransanum og ég tekin við, enda skemmtilegur siður þrátt fyrir lyktina.Smile

Lokaspretturinn hafin, skrifa fleiri jólkort, klára jólagjafainnkaupinn, pakka inn og skila á rétta staði, skúra skrúbba og bóna. Gaman, gaman.

Jólatréð í stofu stendur.......


Jólaguðspjallið

Það var eins og mig grunaði, þegar við konni, Ólöf, Barði, Gulla og Steini mættum í fjárhúsið beið okkar leiksýning um fæðingu jesúbarnsins, Hafdís var María og Eggert Jósef, Gummi og  Óli fjárhirðar, en Þura og Snjólaug sáu um leikhljóðin, (sungu).

Við komum eins og vitringarnir forðum, færandi hendi, fylgdum betlehemstjörnunni (sem Konni bjó til úr Pizzakassa, álpappír og gluggalista) með Gull, reykelsi, og mirru, svo var reyndar aukagjöf svona 2007 dæmi,´púrtvínsflaska. Þetta var mjög hátíðlegt á að horfa og búningarnir alveg til fyrirmyndar og ekki skemmdi lyktin af skepnunum fyrir stemmingunni.  Þau eiga nokkrar rolluskjátur og einn hrút.

Takk fyrir að bjóða okkur í forskot á jólasæluna. Skemmtilegt... en kannske eins gott að það voru ekki margir að fylgjast með okkur, ekki víst að fólk skilji hversu uppátækjasamar við getum verið, en gott að gleyma ekki barninu í sér og þó maður sé 40 og 50 og eitthvað ára þá verður maður að gera eitthvað skemmtilega út úr kortinu af og til.. ójá. þetta var líka góð upphitun fyrir kápukórinn sem fer nú fljótlega að æfa fyrir þorláksmessukvöld.

Tónleikar Frostrósa voru stórkostlegir.. Lena og Perla komnar heim og gott að vera ekki lengur ein í kotinu þar sem konni minn er á sjó, Ellen Helga kom svo á mánudag, fer aftur á laugardag, en mætir aftur á svæðið milli jóla og nýárs og verður þá fram yfir áramótin. Æðislegt stuð hjá okkur, hún er nú reyndar hjá Pabba sínum Völu og krökkunum en kíkir á ömmu reglulega. Yndislegust..Orri kemur svo á föstudag og verður eitthvað... hann er nú orðinn svo fullorðinn að það er lítið mál að hafa hann í heimsókn..

Er nóg að gera, vinna naglast, baka, skrifa jólakort og dúllast sem mér finnst skemmtilegast af öllu að dúllast  dúllast   dúllast..

bráðum koma blessuð jólin.

 


Frostrósir..Fjárhús..

Tónleikarnir á Dalvík tókust mjög vel. Það voru ekki margir að hlusta, en við reiknuðum nú ekki með því, töluðum um að ef stjórar kórsins vildu að við yrðum í útrás, væri betra að fara inn í Árskóg eða alla leið á Akureyri, þar eiga kórfélagar allir einhverja ættingja og vini sem hægt er að neyða á tónleika.

Það verða líklega fleiri á tónleikunum sem við Konni erum að fara á í kvöld. Frostrósir ásamt góðum gæjum, Garðari Cortes og Jóhanni Valdimar, held ég, og við hlökkum ekkert smá til að skella okkur í íþróttahöllina á Akureyri og njóta.

Ætlum að nota daginn á Akureyri og versla nokkrar jólagjafir og dúllast aðeins. Það er nefnilega fínt að fara í búðarráp með Konna mínum, mörg ár síðan hann hætti að spyrja "ertu ekki að koma" ertu ekki að verða búin?" nú bíður hann bara þolinmóður við hlið mér,  og tekur pokana og hefur yfirumsjón með því að ég týni engu og spyr: hvert næst? Dásamlegt...

Styttist í að Lena og Perla komi að austan í jólafríið, á sunnudaginn.. hlakka mikið til að fá þær stöllur heim.

Sigurður Óli er hinsvegar á sjó og kemur ekki fyrr en 22. des, og veit ég að það eru mikil viðbrigði fyrir hann og Völu og krakkana að vera svona lengi og ekki í símasambandi nema endrum og sinnum, en hann uppsker vel í lokinn í launaumslaginu vonandi..hehe.

Á laugardag er okkur svo boðið í fjárhús á Kleifunum hjá þeim EGOistum Gumma, Óla Hjálmari og Eggerti. Ég veit ekki hvað mun fara þar fram en dettur í hug að þeirra eiginkonur ætli að leika fyrir okkur helgileik.. María, jósef og jesúbarnið. Gaman að vita hvernig hlutverkaskipanin verður ef ég hef rétt fyrir mér..

Góða aðventu.


Kórinn að róast...

Í gær var afmælisdagur Gumma bróður, fór ekki með kerti í kirkjugarðinn þar sem allt er á kafi í snjó og síðan var á fimmtudaginn kveikt á leiðiskrossunum og jólatréinu í garðinum. Sungum þar kirkjukórinn eins og alltaf. Góð stund.

WizardGuðný vinnuvinkonufrænka mín á afmæli í dag þessi elskaWizard

WizardHjartans hamingjuóskir mín kæraWizard

Tónleikarnir (Aðventustundin) tókust vel og var full kirkja og safnaðarheimili. Alveg frábært hvað bæjarbúar eru duglegir að sækja tónleika hjá okkur, held að kórinn sé góður, enda Ave alveg frábær stjórnandi og metnaðarfull og nær öllu út úr okkur sem við höfum held ég. Hún hættir ekki fyrr en hún er ánægð. Fórum síðan á Hornbrekku og sungum fyrir heimilisfólkið þar.

Guðrún Jóns kórsystir okkar átti stórafmæli á dögunum og bauð okkur síðan til veislu í safnaðarheimilinu að sögn loknum, æðislegir smáréttir, terta og nammi.. Æðislegt.

Stefnan sett á Dalvík í kvöld, en þar ætlum við að vera með tónleika kl. 8.30 í kirkjunni. Hlakka bara til þó ég  eigi ekki von á fjölda fólks, en það gerir ekkert til. Við ætlum bara að hafa gaman að þessu. Allavega held ég að Hreinn móðurbróðir minn og Rakel mæti og kannske þekkja hinir í kórnum einhverja á Dalvík sem þeir geta skipað að mæta...hehehe

Mikið er samt gott að nú fer kórastandið að minnka í bili og við taka hefðbundnar æfingar bara ein í viku eða svo.

Freyja kom um helgina, var hálflasin stelpan en kom nú samt á tónleikana og var með Völu á markaðnum á sunnudag sem gekk vel og auðvita seldu þær kanelterturnar mínar, en ekki hvað.

Lena er að klára prófin á morgun og kemur væntanlega norður í jólafrí á sunnudag. Hlakka mikið til að fá hana heim í fjörðinn fagra, verst að hún hefur ekki fengið neina vinnu í fríinu, svo ef þið vitið um eitthvað... hafið samband.

Eigum góða daga..


Desember

Desember-- uppáhaldsmánuðurinn minn runnin upp og nóg að gera. Erum að æfa á hverju kvöldi þessa dagana fyrir aðventutónleikana á sunnudag. Það er bara gaman en mikið verður samt gott þegar þessi törn er búin og maður getur farið að huga meira að undirbúningi jólanna.

Er að vísu búin að baka nokkrar kökur, ætla að gera meira af því og margt annað skemmtilegt. Reyndar finnst mér allt skemmtilegt sem ég geri fyrir jólin. Langt síðan ég ákvað að gera bara skemmtilega hluti, og gera ekkert sem mig langar ekki til gera. Heldur gera allt með glöðu geði, fresta bara ef ég er ekki í stuði, frekar en að standa í einhverju með hangandi hendi og pirring.

Í gær bakaði ég kaneltertu, held ég hafi ekki gert þann gjörning í 20 ár, en það tókst svona vel hjá mér að ég er að velta fyrir mér að gera nokkrar í viðbót og biðja Völu tengdadóttur að selja þær á markaðnum á laugardag, en þar ætlar hún að vera með föndur, smákökur og eitthvað fleira. Örugglega margir sem vilja smakka á kaneltertu á jólunum en nenna ekki að baka hana eða treysta sér ekki í það því það er nú þvílíka þjóðsagan á bak við hana hversu erfitt sé að baka hana og að botnarnir þurfi að vera 8 svo eitthvað sé varið í hana. Þeir eru ekki 8 botnarnir hjá mér.. ónei en hún er svakalega góð samt. Ég er allavega viss um að Þórður bróðir minn mundi ekki afþakka, en hann segir að engin terta sé eins góð og gamla góða kanel....Er ég að tala um tertu.. ójá.

jólafundur slysó var skemmtilegur og ágætlega mætt, vorum um 40 konur á öllum aldri, hugvekja, jólasaga, söngur, bingó og pakkar. Maturinn var mjög fínn og Nóa- konfektið rann ljúflega ofan í mig að minnsta kosti.

Friðsæld og kyrrð


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband