Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

afmaeli

Kalimeras!!!Smile

 WizardHun a afmaeli i dag, hun a afmaeli i dag elsku litla, stora ommu og afastelpan okkar hun Ellen Helga.. Kvedjur knus og kram fra gamla settinu a Krit.. Elskum tig i taetlurWizard

 Kr'it er bara yndisleg.. Af okkur er himneskt og heitt ad fr'etta. Vid Konni erum loksins komin heim...Grikkirnir horfa 'a okkur med lotningu og virdingu, sem vid skildum ekki i fyrstu. Svo kveikti 'eg 'a perunni... Thad halda allir ad vid s'eum innfaedd og komin i beinan legg fr'a Seifi sj'alfum..Tad gera audvita okkar st'orfenglegu og virdulegu nef. H'er tr'uir enginn ad vid s'eum fra' fr'oni..hehe.

F'orum i gaer 'a svenskt kaffih'us og b'adum um enskan morgunverd. Fraendur okkar voru ekki gladir med okkur,tar sem teir voru ad fagna midsumri med h'at'idarmatsedli ad haetti svenskra. Haft var 'a ordi hvernig okkur dytti 'i hug ad fara til svenskra og bidja um enskt ad eta, en 'a endanum hofdum vid okkar fram....m'uhahahahaWink

Hitinn tessa dagana er 35-38 gra'dur, svo okkur er ekki kalt, satt ad segja hefur fr'u Eyjafjardars'ol setid undir s'olhl'if.. Alveg satt, Konni tok meira ad segja mynd af tvi. Hotelid frabaert og alveg vid strondina, svona 10 skref i sjoinn.

Buin ad fara i skodunarferd um Hania,en nennum ekki i lengri ferdir, erum i algerri afsloppun, godar kvedjur heim i snjoinn.. djok.. hafid tad gott tar til naest.

Grisku hjonagodin Sigga og Konni. og afsakid ef tad eru villur i texta, er ekki med gleraugun  hehe.

 


Krít skelfur

Sjitturinn.. Er maður nú ekki á leið á jarðskjálftasvæði á Krít. spurning hvort maður eigi ekki að sleppa Krít og fara í Hveragerði í staðinn??? Við verðum bara á ströndinni og sofum þar í svefnpokum við Konni minnn..Nei annars..

 Nei, það er ekki hættan á því, fyrst ég fór upp í fjögurra metra stigann í gærkvöldi til að mála upp við þakskegg á húsinu okkar og komst lifandi niður, búin að mála á hættusvæðinu, hræðir mig ekkert..  hvorki jarðskjálftar né eldgos. Bara ef ég þarf ekki að fara svo hátt upp á næstunni. Konni bað mig að taka lokið af pottinum áður en ég hæfist handa svo ef ég dytti, myndi ég ef heppnin væri með mér lenda í pottinum fullum af vatni. En það kom ekki til.

Annars bara hress og kát í góða veðrinu, mála áfram í dag svo ég geti nú farið að gera fínt á veröndinni, blóm í pottana og bara huggulegheit. Vala og börn farin suður í frí, ætla á tónleika James Blunt í kvöld ásamt Freyju og Herði svo það verður líklega ekki leiðinlegt.

Nóg um skjálfta í bili.


mbl.is „Fundu ekki fyrir skjálftanum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veröndin mín.. himnaríki..

Sólin farin að skína aftur eftir nokkra súldardaga og þá kemst ég í gírinn. Um seinustu helgi fékk draum uppfylltan. Við Konni komumst að samkomulagi um að fá okkur heitan pott á veröndina. Ekki að það hafi staðið í okkur hvort.. heldur hvernig... Ég vildi lítinn 2-3 manna einfaldan hitaveituvatnspott, en Konni vildi stærri rafmagnsnuddpott, og hafði Konni betur í slagnum þeim sem staðið hefur nú í eitt og hálft ár eða svo. Svo nú er þessi draumapottur kominn á sinn stað og alltaf tilbúinn þegar heimilisfólkið á Hlíðarveginum vill láta líða úr sér er stokkið útí og nuddið sett á fullt.. og þvílík slökun maður minn og vellíðan sem þessu fylgir. Ég er mjög sátt þó Konni hafi farið sínu fram og keypt nuddpott með góðum tengdapabba- afslætti hjá Herði tengdasyni í Tengi.

Barnabörnin eru þó sýnu ánægðust og fóru Konni litli júníor og Harpa fyrst í baðið og fengust ekki uppúr fyrr en seint og um síðir.

Orri kom til okkar um helgina, stór og myndarlegur drengurinn hafði á orði er hann var að skoða myndir af pabba sínum á hinum ýmsu aldurskeiðum hversu líkir þeir væru, sagðist nú vita hvernig hann muni líta út sem unglingur og ungur maður "pabbi er svo líkur mér að það er ekki fyndið" sagði hann. Amma benti honum á að það væri hann sem væri líkur pabba sínum.. hehe.

Á laugardag var svo farið í garðvinnu á Sandinn hjá tengdaforeldrum, en þar söfnuðust saman slatti af afkomendum þeirra og tóku til hendinni við málningarvinnu, pallasmíði og hrreinsun á blómabeðum og runnum. Ekki allt búið enn og stefnan sett á n.k. laugardag til að klára.

Búið að vera nóg að gera í nöglum undanfarna daga, aðallega tásum þar sem margir eru á leið í sólina í útlandinu og hvað er skemmtilegra en að vera með flottar tásur í sandölunum.

Grilluðum og áttum svo rólegan sunnudag, minnir mig fyrir framan imbann þar sem stanslaus fótboltaveisla fer fram. Mjög skemmtilegt..

Nóg að gera framundan, ætla að mála suðurhliðina á húsinu mínu á næstu dögum, reyna að klára það áður en við Konni förum í okkar langþráða frí. Höldum svo áfram þegar heim kemur og  dundum við þetta verkefni í sumar.. Ekkert stress í gangi.

Sjóararnir á sjónum og við hin höfum það gott í sólinni og pottinum.

Nóg að sinni 


Ræðan

Var búin að lofa einhverjum að setja þetta inn hér ...

Sjómannadagurinn. 2008

Það er sjómannadagur, og pabbi er heima. Hann er alltaf heima á sjómannadaginn.   veðrið er fallegt, sól og heiður himin og ég er komin í sparifötin og sportsokka. Þvegin og strokin. Gummi og Þórður bróðir eru heppnir, þeir eru í síðbuxum því Þó að sólin skíni er svöl norðangola sem strýkur bera fótleggi. Skrúðganga með pabba frá bryggjunni að kirkju, í sjómannadagsmessu.  Þetta er líka eini dagurinn sem hægt er að fara með honum á bryggjuna, án þess að það þurfi að stoppa og tala við alla karlanna sem verða á vegi okkar til  að ræða veðrið, aflabrögð, daginn og veginn. Hann verður að ganga með okkur í skrúðgöngunni. Leiðin niður á sjósand á sunnudögum í gamla daga gat tekið langan tíma með pabba, en þangað fórum við reglulega til að fleyta kerlingar. Eftir hefðbundna messu er drukknaðra sjómanna minnst við minnisvarðann. Þar eru nöfn manna sem lögðu allt í sölurnar til að færa björg í bú, menn sem gerðu sjómennskuna af ævistarfi.    Hátíðarbragur er yfir bænum okkar, fánar blakta hvarvetna við hún.

Mamma fer ekki með okkur í messu, hún er heima að elda stórsteik í tilefni dagsins, líklega lambahrygg með brúnuðum kartöflum, grænum baunum og rauðkáli. Eftir matinn er kappróður og síðan hefst dagskrá við sundlaugina, stakkasund, björgunarsund, jafnvel reiptog og fleiri leikir. Þar er barist um Alfreðs- stöngina. Seinna um daginn er fótboltaleikur milli sjómanna og landmanna. Og auðvita held ég með sjómönnunum. Pabbi er að keppa í fótbolta, einhversstaðar í bænum tókst að fá lánaða fótboltaskó nr. 46. Mér finnst pabbi minn bestur. Kaffisala slysavarnardeildar kvenna og dansleikur fyrir fullorðna fólkið eru fastir liðir.  

Þegar ég var lítil, var tvennt í lífinu sem ég ætlaði ekki að gera, ég ætlaði aldrei að reykja og ekki giftast sjómanni. Mín börn áttu að hafa sinn pabba heima.. alltaf. Hún var oft löng, biðin eftir að pabbi kæmi í land, og stoppaði þá nokkra daga. Þá voru líka margir sunnudagar í röð, veislumatur, og alltaf reynt að gera eitthvað skemmtilegt, tíminn notaður til hins ítrasta og  andrúmsloftið var einhvern vegin öðruvísi. Ekki skemmdi það heldur að maður gat dobblað pabba um eitthvað sem mann langaði í en þorði ekki að spyrja mömmu um.  Ég man að einu sinni þegar pabbi var að fá sér kaffi í eldhúsinu áður en hann færi á sjó, skriðum við Gummi með snæri undir borðið og bundum fætur hans fastar við stólinn. Það dugði ekki til, á sjóinn fór hann.Ég giftist sjómanni þegar ég var 18 ára. Ég byrjaði líka að reykja en það er nú önnur saga. 

Ég fór nokkrum sinnum  með Willa afa á færi, og fannst alltaf gaman fyrst, en iðulega þurfti að fara með mig í land vegna sjóveiki. Ég er einnig svo fræg að hafa farið á Hrefnuveiðar, þegar ég var í tilhugalífinu með konna. Við fórum frá Árskógssandi um miðnætti og var mér sagt að fara í koju svo ég yrði síður sjóveik, sem og ég gerði. Ég vaknaði við það að skipstjórinn, kallaði á okkur að koma upp og halda í sporðinn á Hrefnunni meðan hann skyti hana. Ég þurrkaðist upp úr kojunni, og kallaði á strákana, en þeir hreyfðu sig ekki, vissu sem var að þannig veiðir maður ekki Hrefnu. Ég skammaðist mín svolítið lengi á eftir, að hafa ekki áttað mig strax á hvað þetta var vitlaust.  

Það er ekki hægt að tala um sjómenn án þess að minnast á sjómannskonuna. Mér verður oft hugsað til þeirra þegar ég heyri ungar mæður kvarta, að þær hafi svo mikið að gera, hvort amma geti nú ekki tekið krakkana um helgina svo unga parið geti haft það rólegt og næs, eða skroppið eitthvað í tilbreytingu. Þær hefðu líklega þegið sjómannskonurnar, sem voru einar með krakkana og heimilið mánuðum saman, þegar allir voru á vertíðum, og menn komu ekki einu sinni heim á mánaðarfresti eins og togararnir gera þó í dag. Hver kannast ekki við að hafa þurft að falsa nafn eiginmannsins á einhverja pappíra, vera bæði mamma og pabbi, kunna að mála, bora, negla, skipta um kló og nota drullusokk og svo mætti lengi telja. Sjómenn eru sannarlega hetjur, en það eru konur þeirra ekki síður. 

Einhverra hluta vegna datt mér sjómannskona í hug þegar ég heyrði þennan brandara…Þrír menn sátu saman og voru að monta sig af því hvernig þeir höfðu látið nýju konurnar sínar fá skyldur og verkefni heima fyrir.

Sá fyrsti hafði gifst konu frá Noregi og hann hafði sagt henni að hún ætti að þvo upp og þrífa húsið. Það tók nokkra daga en á þriðja degi kom hann heim í hreint hús og uppvaskið búið og frágengið.


Annar maðurinn hafði gifst konu frá Danmörku. Hann hafði skipað konu sinni að sjá um öll þrif, uppvask og eldamennsku. Fyrsta daginn hafði ekkert gerst, annan daginn hafði það aðeins skánað og þann þriðja var húsið hreint, uppvaskið búið og svaka steik og meðlæti í matinn.

Þriðji maðurinn hafði gifst konu frá Íslandi. Hann sagði henni að hennar verk væru að halda húsinu hreinu, sjá um uppvaskið, slá garðinn, þvo þvott og elda heita máltíð í hverjum matmálstíma. Hann sagði að fyrsta daginn hefði hann ekki séð neitt, annan daginn sá hann ekki neitt en á þriðja degi minnkaði bólgan aðeins svo hann sá aðeins með vinstra auganu, nóg svo hann gat útbúið sér eitthvað að borða og sett í uppþvottavélina! 

Hjónabönd sjómanna einkennast ekki af leiðindum og vana. Hvernig væri það líka hægt þegar menn eru að koma og fara allan ársins hring og nýjabrumið fer aldrei af, það verður aldrei neitt venjulegt. Jól í hverri inniveru og skemmtilegheit.  Ekki hægt að fá leið á makanum þar sem hann er sjaldnast heima. Það er alveg klárt að það voru ekki sjómannshjón sem fóru til hjónabandsráðgjafa eftir 20 ára hjónaband. Og þegar ráðgjafinn spurði hvað væri að, hóf konan raust sína og var mikið niðri fyrir. Í góða stund hélt hún áfram og kvaðst vera einmanna, afskipt, í ástlausu sambandi og taldi allar raunir sínar í þau 20 ár sem þau hefðu búið saman.Þegar ráðgjafanum fannst nóg komið stóð hann upp og gekk fram fyrir skifborð sitt, bað konuna að standa upp og kyssti hana innilegum kossi. Karlinn varð ekki þetta litla hissa og konan settist niður eins og í leiðslu.Ráðgjafinn sagði: ,,Þetta er það sem konan þín þarf á að halda. Þetta verðurðu að gera að minnsta kosti þrisvar í viku. Getur þú gert það”.Maðurinn svaraði að bragði: ,,Ja, ég get skutlað henni hingað á mánudögum og miðvikudögun, en á föstudögum er ég upptekinn við að veiða.

Þó margt hafi breyst í gegnum árin í bænum okkar, félög og klúbbar lagt upp laupana eða lagst í dvala, getum verið mjög stolt af því, að hér í Ólafsfirði hefur sjómannadagurinn haldið sjarma sínum og hátíðleik í gegnum árin.  Hann er enn með sama hefðbundna sniðinu og þegar ég var að alast upp, en er orðin mun veglegri og meira í hann lagt en áður, þökk sé áhugasömum og duglegum sjómönnum. Þeir eru flestir hverjir þátttakendur á einn eða annan hátt, og leggja nótt við dag í að undirbúa helgina,  sem nú er orðin sannkölluð fjölskylduskemmtun, þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Í nágrannasveitarfélögum okkar eru hátíðarhöld nánast að leggjast af vegna þess að enginn fæst til að gera það sem gera þarf.

 Sjómannadagurinn gegnir margvíslegu hlutverki í samfélaginu og á sér varla hliðstæðu í nokkru öðru þjóðfélagi. Því megum við aldrei gleyma að  þjóðfélag okkar sem nú á allra síðustu árum hefur tekið miklum breytingum, var byggt upp á einni atvinnugrein… sjávarútveginum,… enda eru sjómenn og úterðamenn  stoltir af starfi sínu, og mega svo sannarlega vera það.  Í öllu tali um stóriðjur, banka og hátækniðnað,  skulum við aldrei gleyma  því.

(Árið 1939 efndi sjómannadagsráð til samkeppni um ljóð og lag fyrir sjómannadaginn. Magnús Stefánsson hlaut 1 verðlaun fyrir ljóð sitt Hrafnistumenn, við lag eftir Emil Thoroddsen. Þetta ljóð og lag er nú einkennissöngur sjómannadagsins.

Íslands Hrafnistumenn
lifðu tímamót tvenn
þó að töf yrði á framsóknarleið.
Eftir súðbyrðings för
kom hinn seglprúði knörr
eftir seglskipið vélknúin skeið.
En þótt tækjum sé breytt
þá er eðlið samt eitt
eins og ætlunarverkið er sjómannsins beið. )
Og af því að Ægir vinur minn og félagar á Sibbunni eru svo sjúkir í að vera í útlöndum og fara á hverjum vetri til Noregs, að kaupa jólaskraut…allavega Ægir, Þá verð ég að segja ykkur frá Íslendingnum og Norðmanninum sem voru á kaffihúsi á íslandi

Íslendingurinn var að borða brauð með ávaxtasultu og Normaðurinn var með tyggjó. Normaðurinn gengur að Íslendinginum og spurði: "Borðar þú skorpurnar á brauðinu"?
-Íslendingurinn: "Já auðvitað. Af hverju spyrðu að þessu".
-Normaðurinn: "Ekki við í Noregi. Við sendum þær í  endurvinnslu og  búum til brauð úr þeim og sendum til Íslands". Eftir dálitla stund kom Normaðurinn aftur og spurði: "Hvað gerir þú við híðið af ávöxtunum þegar þú borðar ávöxt".
-Íslendingurinn: "Auðvitað hendum við því í ruslið".
-Normaðurinn: "Ekki við. Við sendum það í endurvinnslu og búum til ávaxtasultu úr því og sendum hana til Íslands". Nú var Íslendingnum nóg boðið og sagði: "Hvað gerir þú við smokkana þegar þú ert búinn að nota þá"? –
Normaðurinn:"Auðvitað hendum við þeim í ruslið".-Íslendingurinn: "Ekki við. Við sendum þá í endurvinnslu og búum til tyggjó úr þeim og sendum til Noregs".

Ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn. 


Sjómannadagurinn liðinn

 WizardHún á afmæli í dag hún Gulla lyftingarfélagi, vinkona mín og frænka .....Wizard

WizardTil hamingju elsku kerlan mín. Þú lítur ekki út fyrir að vera degi eldri en 49 ára ... múhahaha .. djók... þú ert flottust...Wizard

 Sjómannadagshelgin að baki. Fórum á Húsavík á laugardag. Þar var mjög gaman, Ljótu hálvitarnir voru veislustjórar og sáu um skemmtun.. Þeir voru ágætir. Maturinn var líka ágætur og ég meira að segja dansaði smá áður en við fórum heim sem var um 3 leytið um nóttina. Vala tengdadóttir okkar átti afmæli, var 25 ára á laugardaginn svo við létum nú vita af því svo að það var sungið fyrir hana. 

Sváfum bara út á sunnudaginn, við slepptum messunni, enda erum við orðin svo slöpp við Konni að við urðum að hvíla okkur fyrir ballið á sunnudag, erum ekki mjög mikið úti á lífinu og mjög sjaldan svona kvöld eftir kvöld.

Freyja, Hörður og Lena fóru með okkur og var alveg rosa skemmtilegt. Maturinn var æðislegur. Frábær skemmtiatriði og ræðan alveg rosalega flott.. svo ég tali nú ekki um ræðumanninn sem mér fannst fallegastur af öllum.. ójá ég er svo ferlega frábær.. múhahahaha...

Helga Braga veislustjóri, Björgvin Frans, Sigga Beinteins og Bryndís Ásmunds.. Tina Turner, Geir Ólafs, Eyvör Páls, Jónsi í Svörtum,  Garðar Cortes Mugison... Takk fyrir mig .. á ekki orð til að lýsa hversu gaman var að hlusta á alla þessu frábæru skemmtikrafta.. Takk sjómannadasráð (Hlynur og Ingimar) fyrir ógleymalega skemmtun..

Ekki skemmdi að vera með stelpunum sínum sem voru svo sætar og fínar og skemmtilegar eins og mamma sín.. við vorum auðvita allar í sérhönnuðum dressum og saumuðum af Freyju okkar snillingi. Mitt dress var að vísu saumað í fyrra, en ekki verra fyrir það. Við Konni fórum svo heim um hálf tvö, södd og sæl.  klukkutíma seinna kom svo restin heim,  uppfull af slagsmála- og leiðindafréttum af ballinu.. Frown

Mikið var ég fegin að vera komin heim og þurfa ekki að horfa upp á neitt ljótt eða leiðinlegt..  Bara þakklát fyrir að vera edrú og vita hvað ég segi og geri.  Svona sögur af böllum minna mig á af hverju ég hætti að drekka og gera mig staðfastari í  edrúmennskunni..13 ár síðan ég setti tappan  flöskuna og ég velti því fyrir mér.. hvernig væri drykkja mín í dag ef ég væri enn að ???????? ó mæ god. Orðin þrettán árum þreyttari og eldri.. ojojojoj.

Ekki má gleyma að minnast á kaffiboðið hjá Arnari og Þórgunni á sjómannadag, orðin fastur og góður liður í tilverunni. Æðislegt. Veðrið var bara snilld. Sól og hiti.

Síðasta kóræfingin var í gærkvöldi, í kvöld miðvikudag erum við svo með tónleika í Siglufjarðarkirkju .. og hér heima í kirkjunni okkar annað kvöld. Ég hlakka til að fara á Sigló í dag í góða veðrinu, vona bara að það komi einhverjir á tónleikana.. Veit að Ólafsfirðinar fjölmenna í kirkjuna til okkar á morgun.. Bara skemmtilegt.

Nóg í bili.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband