Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Sumarfrí í sjónmáli:)

Góð helgi á enda. Ættarmót ósbrekkuættar tókst vel og mættu um 160-170 manns. veðrið var ágætt, en sólarlítið vegna þoku sem náði alveg inn í Svarfaðardal. Allir fóru glaðir heim í gær. Mér líður eins og ég hafi lent undir valtara, er búin að vera þvílíkt á þönum alla helgina..

Nú er Konni minn kominn í frí og get ég varla beðið eftir að fara sjálf í sumarfrí, bara 4 dagar eftir. Er ákveðin í að fyrstu dagarnir fara eingöngu í afslöppun og rólegheit, ég þarf að hlaða rafhlöðurnar og mun nota fríið til þess meðal annars.

 Erum að fara í bústað á Laugarvatni á föstudag, líklega bara tvö hjónakornin. Ellen Helga og Orri eru hjá okkur núna og verða fram að helgi.. endalaust gaman hjá þeim og auðvita okkur líka, eru að veiða og vesenast eitthvað allan daginn. Harpa og Konni koma svo reglulega og leika með.

Búið að vera mikið að gera hjá mér undanfarna 3 mánuði og endalaust eitthvað sem ég hef þurft að hugsa um, mæta  á hina og þessa staði, æfingar og hitt og þetta. Er búin að bíða eftir þessum mánudegi nokkuð lengi, að þurfa ekkert að hugsa, gera, eða neitt, semsagt búin með öll verkefni.. bara að tjilla og gera allt.. eða ekkert... 


Vöknuð!!

Er mjög stolt af því að hafa munað aðgangsorðið inn á bloggið mitt þar sem ég hef ekki skrifað færslu síðan 17. apríl. Virðist ekki getað verið bæði á fésinu og hér en ætla að reyna að bæta mig fyrir sjálfa mig því ég hef notað bloggið til að rifja upp liðna atburði, þar sem ég er svo gleymin er gott að hafa þessa " dagbók".

Annars allt gott af okkur að segja, sumarið komið norður og við hjónakorn á leið í sumarfrí, Konni að vísu viku á undan mér, en það er nú með ráðum gert hjá mér svo hann verði búinn að gera allt það leiðinlega í garðinum þegar mitt frí hefst.. Annars er svo sem ekkert leiðinlegt um að vera í garðinum okkar, bara stuð.

Ættarmót ósbrekkuættar um helgina og nóg að gera í undirbúningi hjá okkur í nefndinni, t.d. hittingur hjá okkur á Ak. í dag, hlakka til að sjá ættingjana og eyða með þeim helginni.

Ólétturnar mínar Freyja og Lena eru hressar og kátar, og fullar tilhlökkunar að verða mömmur. Þær ætla báðar að mæta á ættarmótið og Sig. Óli auðvita líka og barnabörnin svo það verður bara fjör.

Gott í bili 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband