Ömmuhelgi...

 

Ég heyrði viðtal við einhvern neytendafrömuð í vikunni þar sem hann var að hvetja fólk til að taka vörur í fóstur.. Mér finnst það alveg brilliant hugmynd, í stað þess að maður fylgist með verði á öllu drallinu , velur maður sér 1-3 vörutegundir og fylgist með hvort verðið lækki 1. mars..það á að lækka... og svo hvort það heldur, eða fer að hækka fljótlega aftur.

Ég er í að minnsta búin að velja mér 2 vörutegundir: Hafragrjón og Kaffi frá Merrild sem ég nota. kannske á ég eftir að taka einn ávöxt eða grænmeti í viðbót..Woundering

Það er mikið fjör á Hlíðarveginum núna. Ellen Helga kom norður í gær við mikinn fögnuð fjölskyldunnar, ég fór með mömmubollur inneftir í gær og hittumst við hjá Sigga og Völu, familían og átum á okkur bollugat. Keyptum öskudagsbúning á prinsennuna, hún valdi sér Scharlett O'Hara kjól og hatt og Lena lánaði henni svo svarta uppháa hanska...voða flott.W00t

Konni og Sig. Óli fóru svo austur í gærkveldi á sjó. Það er eittvað farið að lægja vind. Harpa og Ellen komu heim með ömmu í fjörðinn, horfðum á X faktor og lékum okkur. Sofnuðu um miðnætti og Ellen vakti mig um 4 í nótt til að athuga hvort hún mætti fara á fætur. Náði að halda þeim í rúminu til 7.30. þá vildu dömurnar nú ekki liggja lengur... svo amma er frekar syfjuð núna... en ég sef bara seinna. Freyja ætlar svo að heimsækja okkur á morgun og þá verður nú gaman...jú ..hú..

Á Akureyri í gær, skrapp ég í búð, flýtti mér svo aftur til Sigga og Völu með pokann, skildi ekkert í því af hverju allt var læst... áttaði mig fljótlega á því að ég var ekki einasta í vitlausri íbúð, heldur i vitlausu húsi líka...djö..djö.. hvað ég er rugluð.. Versta var að þegar ég var dröslast með pokann aftur i bílinn, keyrðu Sig. Óli og Konni framhjá, Siggi snéri sig nánast úr hálslið þegar hann sá mömmu sína og þar sem þeir þekkja mig nokkuð vel, kveiktu þeir strax á perunni.. nú hefur mamma verið að berja upp á hjá ókunnugum.. ekki í fyrsta skipti... Oh hvað ég var óheppin að vera staðin að  vitleysunniSidewaysPinch

Nóg í bili

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir bollukaffið, það jafnast sko engar bollur á við þínar bollur:)  Og það er bara gott að vera smá rugluð, þá höfum við allanvega af einhverju að brosa:0)  Hafðu það gott og ég bið að heilsa Scarlett

Kv.freyja:)

Freyja (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband