Komin heim í sveitina..

Þá er maður komin heim í sveitina sína aftur eftir borgarheimsóknina. Aðgerðin á Freyju tókst vel og var hún hin hressasta þegar hún vaknaði, svo hress að hún heimtaði að fara á rúntinn um kvöldið og fá ís...Ellen Helga studdi hana dyggilega í þvíW00t en hún var hjá okkur áfram tvær nætur dúllan..

Á föstudag fórum við svo í heimsókn á Landakot þar sem mínar elskulegu föðursystur Rósa frænka og Sigga frænka voru í dagvistun, þær héldu auðvita að þær sæu ofsjónir, því ég hef ekki verið dugleg að kíkja á þær er ég hef skroppið suður.  Það var yndislegt að hitta þær, þær voru svo glaðar og sætar, held samt að ég hafi verið enn glaðari, sagði við Freyju og Konna að Alþingisveislan toppaði ekki heimsóknina til þeirra. Þær eru báðar í hjólastól, eru orðnar gamlar konur, sem minnti mig enn og aftur á hvað maður má vera þakklátur fyrir hvert ár sem skellur á mann..Smile Set fljótlega inn myndir sem sanna heimsóknina til þeirra...GrinGrin

Jú jú, við skruppum í búðir, þessar yndislegu inniverslanir í Kringlu og Smára, það var svo kalt úti.. Við Guðný brutumst svo inn í Vetrarhöllina í Smáranum þar sem söng-dívan okkar hún Inga var að æfa.. Það var voða gaman að hitta hana.. Alltaf sama gamla Inga, svo hrein og bein.. svo var hún eitthvað svo falleg, það geislaði af henni gleðin og svo söng hún auðvitað eins og engill..Halo

Starfsmannaveislan á Hótel Sögu (fengum ekki að sjá neinar klámmyndir) var mjög flott að venju, maturinn og skemmtunin frábær, Ragga Gísla söng nokkur lög úr kvikmyndum, frábær karlakvintett, Níels Árni Lund klikkaði ekki frekar en fyrri daginn, og svo rúsínan í pilsuendanum... Jóhannes eftirherma tók þingmenn og ráðherra til bæna..hreint út sagt frábær.Joyful

Skelltum okkur svo á Players seinna um kvöldið að hitta sveitungana sem þar höfðu safnast saman til að styðja okkar fólk í X-factor.. Mjöööög skemmtilegt...  Stoppaði nú ekkert mjög lengi þar því Konni var orðinn svo "lúinn" hm..hm.. Við förum nú yfirleitt ekki mikið út á djammið við Konnsi, en alltaf er jafn skemmtilegt að koma heim, líta í spegilinn og sjá að maður er bara jafn fallegur og þegar maður fór út. ..Smile Það er af sem áður var, þegar maður kom heim með hausinn undir hendinni og það ljótan haus. ..Úff..Þá hugsa ég um hvað það er frábært að vera hætt að drekka brennivín..jú.. hú

Á laugardag fórum við Konni í eldhúsleiðangur, Hörður á siglingaráðstefnu, en Freyja hvíldi sig heima. Fórum síðan í bíó.. alle sammen..  um kvöldið og svo fljótlega í háttinn því ég var komin með Kringlu og Smáraverki í skrokkinn. Kannske voru þetta harðsperrur eftir danstaktana á Players, en Konni hallast heldur að K-S verkjum.Pinch

Kvöddum Ellen Helgu á sunnudag, fórum með Freyju og Hörð í flug, í Smárann, (ég þurfti nauðsynlega að versla smá..) svo heim á leið og komum í fagra fjörðinn um 7 leytið. Alltaf gaman að skreppa í burtu...

HappyEnn skemmtilegra að koma heim...Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband