Aldrei fór ég út...

Ég er búin að vera á leið út á göngu í allan dag, en eins og alvöru kona ákvað ég að fara fyrst í sturtu, þegar það var búið kom kaffið og hafragrauturinn, á meðan ég át grautinn fór ég að hlusta á útvarpið og tafðist.. Konni fór svo á Ak að ná í Lenu sem er hálf slöpp og ætlar að eyða helginni hjá mömmu og pabba...og vinkonum sínum hér..Svo ég ákvað að bíða með gönguna þar til Konni kæmi aftur og draga hann með mér,,(Honum veitir nú ekki af hreyfingunni).

Svo ég fór að læra, klára vikuverkefnið og senda frá mér. Á meðan ég velti ýmsum spurningum fyrir mér skúraði ég húsið hátt og lágt, og þreif WCin.. svo komu þau innanað..fór að spjalla við Lenu, gefa henni næringu, svo áfram að læra og missti af göngutúrnum því nú er komin éljagangur og ég nenni ekki út i vonda veðrið... Guðný segir mér reyndar reglulega að það sé ekki til vont veður..bara illa klætt fólk...Svona er þetta ansi oft hjá mér.. ég er alveg að fara að gera eitthvað , en fyrst þarf ég að gera annað og svo..og svo...Pinch

En ég fékk 8,5. fyrir lokaverkefnið í klukkunni og er lukkuleg með það... meðaleinkunn okkar í bekknum var 5.8 og var hún Guðlaug kennari ekki par ánægð með það. En ég get vel við unað.

Mamma, Arnar og Arna Dögg horfðu á X-faktor með okkur í gærkvöldi þega Inga ..dívan okkar var send heim.. Það var nú alveg fyrirsjáanlegt eins og þessi þáttur er orðin, ekkert kemur á óvart. Inga söng eins og engill fannst okkur, ég fékk gæsahúð og alles..Ég hlustaði svo á viðtal við hana hjá Gulla Helga í morgun. hún var mjög skemmtileg, og talaði fallega um fjörðinn fagra og fólkið sem hann býr.Whistling

Nú er 17 mars og samkvæmt kokkabókum lækna er Vala skráð í dag... svo er bara að sjá hversu lengi bumbubúinn lætur bíða eftir sér..HaloGummi Ga á afmæli og Steini litli Þorra og Gúu.. Til hamingju með daginn drengir..WizardWizard(Skýring: Gummi Ga=Gummi Garðars, Þeir voru kallaðir  Gummi Ga og Gummi Gumm,  vinirnir, hann og Gummi bróðir)

Konni kom heim í gær, úr besta túrnum sínum á Aron, var með 11 tonn...helv. gott hjá karli. Ég sendi hann svo í klippingu til Hófu í dag, svo hann er komin með páskalúkkið...

Gott að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott blogg hjá þér mín kæra, eins og alltaf, þú ert nú eiginlega uppáhaldsbloggarinn minn

En eigum við að klæða okkur virkilega vel eins og í gamla daga og fara á langa göngu í vonda veðrinu á morgun ???

(það var jú rosalegur nammidagurinn í kvöld )

Hringdu í hádeginu ef að þú hefur ekkert að gera, því þú gerðir jú allt í dag... er það ekki??

Kveðja Guðný vinnu-vinkonu frænkan þín 

Guðný (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband