Betra er seint en aldrei..

Ég gladdist ákaflega þegar ég las á mbl. að ríkisstjórnin hefði samþykkt að setja 90 millur í ferðasjóð fyrir íþróttafélög.. komin tími til að jafna aðstöðumun félaganna á landinu. Ég man þá daga er við vorum að burðast með svakalegan ferðakostnað í fótboltanum í úrvalsdeildinni, flestir leikir voru fyrir sunnan og tók mikinn tíma og mikla peninga að ferðast. Þá vældu forráðamenn liðanna  á höfuðborgarsvæðinu yfir að þurfa að koma norður í einn leik á sumri.. það var svo dýrt... Ómögulegt að vera með litla Leiftur í toppdeildinni... Mikið var að menn áttuðu sig..Smile

Arnar og Þórgunnur kvöddu mig áðan, voru að fara suður og út í fyrramálið..það var ekki laust við að ég öfundaði þau, það er snjómugga hér.... En bara vika þar til ég verð komin í sólina til þeirra ..svo ég ætla að halda ró minni. Árshátíð Grunnskólans er í kvöld, ég ætla með Andreu, fyrst foreldrarnir eru farnir, hlakka til, árshátíð krakkanna er alltaf skemmtileg og flottur matur og alles...

Nýtt fyrirtæki var stofnað hér í bæ s.l. föstudag. Ægir Ólafs er komin með fyrirtækja-veisluþjónustu.. já, hann mætti hjá okkur stundvíslega kl. 10. á kaffitíma með vöfflur, sultu, súkkulaði og rjóma. Og erum við komin í föstudagsáskrift. Ekkert smá glæsilegt.. Hægt er að hringja í hann með stuttum fyrirvara og panta Coolgúmmelaði með kaffinu.

Annars allt í góðu, bilaði reyndar hjá Konna, en verður komið í lag í dag..landaði 6 tonnum í gær karlinn. Nafni er ákaflega góður, sefur og drekkur, sefur og drekkur..eins og ungabörn eiga að vera samkvæmt uppskriftum í bókum.

Nóg að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nýtt link www.harpaogkonni.barnaland.is

harpa og konni (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 00:02

2 identicon

Frábært loksins ný síða handa systkinunum... skemmtilegt... og Mamma viltu reyna að vera Andreu ekki til skammar í kvöld með einhverjum látum.. hehe    Bið að heilsa í bili, kv.Freyja leiðtogi

Freyja frænka (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband