Ummmm...

Arnar hringdi í mig í hádeginu, sæll og glaður, lentur á Canarí í 25 stiga hita og sól.. eins og mér sé ekki sama.. nei djók..Cool gott að vita að það snjóar ekki á þau. Ég get varla beðið eftir að komast út, fara úr sokkunum, í stuttbuxur, og sandala, klæða mig helst ekki i viku, né vaska upp, ekki setja í þvottavél, ekki elda mat... bara liggja og tjilla, göngutúrar, í hægum gangi, út að borða á kvöldin...ummmmmmmmmmmmmmmmm...ummmmmmmmmmm..

Árshátíð skólans gekk vel og voru sýndar skemmtilegar stuttmyndir frá hverjum bekk, dagskráin var kannske heldur löng, en þetta slapp til. Andrea var kynnir og stóð stelpan sig með stakri prýði...minnti mig á þegar ég var kynnir á árshátíð GÓ fyrir margt löngu, í gráum síðum skilkikjól sem Gulla átti, og erum við nú að spá í hvað varð af þessum kjól. Ef einhver veit...vinsamlega látið Gullu vita...Smile

Maturinn var mjög fínn og eiga kennarar og foreldrar heiðurinn af honum.. Nú eru Harpa Hlín og konni litli Þór komin með sameiginlega síðu á barnalandi, gaman að skoða hana..Halo

nóg í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég vona að þið skemmtið ykkur vel  á Kanarý, meðan við verðum hér alein  heima að ´klúðra páskamatnum og ég reyna að fela eggin fyrir hvort öðru...   þetta verður æðslegt hehe

kv.Freyja

Freydís Heba (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband