Grænt eða grátt..

Enn einu sinni komin helgi. Ég skil þetta bara ekki hvað tíminn er fljótur að líða. Jólin eru nýbúin og páskarnir að koma. Þetta er ekki eðlilegt.. En samt gott að tíminn liður hratt akkúrat núna, því ég get ekki beðið að komast í sólina og góða veðrið.. Það er enginn friður fyrir Arnari og co á Canarí (nota ý og í til skiptist, því ég er ekki viss..) þau eru alltaf að hringja, leiðist svo eftir mér.. hlýtur að veraCool Nei ..mamma gleymdi gleraugunum sínum á gistiheimilinu í KeflavíkBlush svo ég þarf að mæla mér mót við einhverja konu í Leifsstöð kl 5 á miðv.dags. morgun og ná brillunum svo gamla geti séð eitthvað seinni vikuna..he..he..

Hófý og Þórður komu í kaffi í fyrrakvöld og Hófý gleymdi símanum sínum.. Guð minn góður!! hvernig verður fyrir mig, svona akkúrat ekki gleymna manneskju að vera með þessum ellismellum í marga daga, ég vissi að við þyrftum að passa upp á mömmu, en..hin.... 

Skyldi vera sól í Hafnarfirði í dag? Ég er svolítið spennt fyrir Álvers-kosningunum þar, mér finnst hún vera svolítið hættuleg þessi umræða að það megi bara ekki virkja neinstaðar, og allt eigi að vera vænt og grænt. kommon .. Það hlýtur að vera hægt að fara milliveg. Hef verið að lesa bloggið hans Ómars Ragnarssonar, fannst hann skemmtilegur þegar ég var krakki, en hann er nú bara orðin snar-ruglaður karlgreyið..Ef maður er ekki grænn, þá er maður víst grár, að mati umhverfissinna. Það er grænt eða grátt,,svart eða hvítt, og ekkert þar á milli.. Ég vil eiga kost á fallegri náttúru, hreinu umhverfi, fara bil beggja, en ég nenni ekki að fara í torfkofann aftur með grútarlampa.Frown

Eins og einn góður vinur sagði um daginn að hann ætlaði að setja upp kertaverksmiðju, það væri eina vitið, ef vinstri grænir kæmust að , og lokuðu fyrir rafmagnið... þá verður gott að eiga nóg að kertum...Shocking Þetta var auðvita grín hjá honum..en..

Konni landaði rúmum 11 tonnum í fyrrakvöld, síðan var bræla í gær. svona er það nú..

Nóg í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband