Dýrðardagur..

Þvílíkur dýrðardagur!! hitinn hér í firðinum fagra er komin upp í 15.2 gráður, sunnan gola og ég þarf að taka á honum stóra mínum til að rjúka ekki út í garð og hreinsa blómabeðin,, en ég veit af fyrri reynslu að það er ótímabært. Það á örugglega eftir að kólna og snjóa áður en vorið kemur fyrir alvöru. Svo ég ætla bara að tína rusl af lóðinni og sópa séttir í dag.Smile

fór í ræktina og svo í pottinn í morgun, það var slatti af fólki og fullt af börnum, gaman að sjá hvað allt lifnar við þegar hlýnar.

Arnar hringdi í morgunn, þau voru á ströndinni og höfðu það gott. Hann sagði að mamma væri í skýjunum, þau eru að þvælast með hana um allt, og sagði að ef þau  leyfðu henni að setjast niður...þá sofnaði hún... ég bað hann nú að klára hana ekki svo hún lægi ekki í rúminu þegar við mætum á svæðið.

Jæja, best að koma sér út í góða veðrið.Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband