Leikhúsáhugi norðlendinga...

Gaman var að sjá í fréttum í gær hversu norðlendingar eru áhugasamir um leikhús, langar raðir af krökkum að komast í prufu hjá LA.. En þegar ég sá Agnesi mágkonu mína þar, þá hugsaði ég .. nei Agga mín..þó þú sért lítil og krúttleg þá sannfærir þú varla leikhúsliðið um að þú sért undir 14 ára aldri...kommon Agga .. vertu nú ekki með þessa vitleysu.. þeir komast að því að þú er þrjátíu og eitthvað, 4. barna móðir og bruggari...Nei .. smá grín, ég reikna með að hún hafi verið að fylgja börnum sínum í prufuna, giska á að Ester Líf hafi verið með mömmu sinni.. eða vona það  ...Smile

Siðan kom þátturinn LEITIN og ég er viss um að ég sá Halla frænda á ská þar í röð... var fúl að sjá hann ekki performera fyrir strákana.. en svona er nú það.. Fullt af hæfileikafólki alls staðar.. í hverri fjölskyldu,, Sindri að slá í gegn með Freyvangsleikhúsinu.... Skemmtilegt..Smile

Konni kom í morgun heim af sjónum vegna brælu, landaði 4 tonnum, kom við á Ak og tók Hörpu Hlín með í fjörðinn, hún var frekar fúl í gær þegar Ellen Helga fór til ömmu, en ekki hún, en amma þurfti að læra í gærkvöldi, skila verkefni og gat þess vegna ekki boðið Hörpu strax í fjörðinn... Hún brosti hringinn þegar hún kom svo í morgun, og hitti systur sína... Ég er ekki að nenna þessum lærdómi þessa dagana.. en verð auðvita að standa mig.Woundering

Er svo farin að baka fyrir skírn Konna litla, en hann mun verða skírður 5. maí hér á Hlíðarveginum af Jónu Lísu. Ég sagði við foreldra hans að ég vildi halda veislu ef þau vildu skíra hann í Ólafsfirði og tóku þau þessu frábæra tilboði mínu eftir smá umhugsun... enginn pressa...Það verður skemmtilegt, ég hef aldrei verið  við skírn í heimahúsi en skilst að það sé indælt og efast ekki um það..W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband