Hvítasunnuhelgi að baki..

jæja þá er þessi skemmtilega helgi að baki. Ég er alveg uppgefin eftir helgina, enda lítið verið að hvíla mig undanfarna daga.. Við Konni notuðum tímann vel í eldhúsinu, og erum búin að leggja hitann í gólfið, skipta um veggplötur, færa rafmagn, mála allt drallið og síðast en ekki síst að flísaleggja gólfið og fúa.. Á meðan Konni lagði flísar, þá setti ég saman nokkra skápa. Á sunnudag voru 13 börn fermd hér í friðinum og við tóku svo veislur eftir hádegið.

Eva Rún frænka mín og Sindri frændi minn (börn Gullu og Ágústu Evudætra) voru með sameiginlega veislu í Tjarnarborg, mjög flott veisla eins og við var að búast, og var stelpan svaka flott í fötunum sem Freyja saumaði á hana.. ójá..

Eftir kirkjusöng og veisuhöld hélt ég áfram að skúra og skúra og skúra... endalaust ryk... Keyrði síðan Konna á Ak um kl 2 um nóttina, en hann var að fara austur á sjó.. Fór í næturkaffi til Sig Óla og Völu. Skemmtilegt..

Ellen kom í heimsókn á laugardasmorguninn og gisti hjá okkur, henni fannst nú heldur mikið drasl hjá ömmu, og við hafa lítinn tíma til að sinna henni, en við lofuðum að við yrðum búin næst þegar hún kemur og þá gætum við gert eitthvað skemmtilegt.

Nú er allt í biðstöðu, þar til Konni kemur aftur heim, en þá ætla ég að vera búin að skrúfa alla skápa saman, svo hann geti hent þeim upp.. Sigurður Óli ætlar að koma og hjálpa mér við þá stóru..

Ég væri búin að setja inn myndir ef blessuð tölvan mín væri ekki að stríða mér þessa dagana, hún er eins og dráttarvél.. svo lengi að ég nenni ekki að hanga yfir henni í myndadótinu..Vonandi stendur það til bóta.

Gott að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband