VOFF.....VOFF.... nei djók

Voff, voff,voff, voff.. Nei bara grín. Auðvita fór ég á blúsinn á laugard. kvöld og var það frábær skemmtun. Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar áttu fyrri hluta kvöldsins, en Deitra Farr og the Riott, seinni hlutann. Það er skemmst frá því að segja að þetta var hörkustuð.. Þessi bluessöngkona frá Chicago er alveg stórkostleg söngkona ..lítil feit budda með flottan hatt.. og þessa þvílíku rödd. Smile

Guðrún og Friðrik klikkuðu ekki heldur og voru æðisleg.. Smile Hitti líka slatta af brottfluttum firðingum t.d. bekkjasystur mínar og var það ekki leiðinlegt. Svo og alla hina sem ég nenni ekki að telja upp.

Var spurð að því hvort ég "byggi hér ennþá" Og svaraði því til að svo væri og ég myndi aldrei flytja, þvílík væru forréttindin að geta búið á svo fallegum og litlum stað. Gott að ala upp börnin og nú kæmu barnabörnin og kynntust frelsinu sem í því felst að geta farið út á morgnana og komið svo bara heim þegar maður er orðin svangur og þreyttur. Börnin mín hafa spurt hvort við gætum hugsað okkur að flytja til Ak. þar sem þau eru en ég hef svarað því til að mér finnist svo gaman að skreppa til Ak. Ef ég byggi þar gæti ég ekki skroppið þangað.

Ég sé enga ástæðu til að flytja, ef maður er í vinnu sem maður sættir sig við, skil svo sem fólk sem flytur vegna atvinnutækifæra, veikinda og svolleiðis, en vegna þjónustu og menningar botna ég lítið í. Held að við sveitafólkið sækjum okkur ekki minni menningu en þeir sem hafa hana nær sér. Þekki fullt af svona venjulegum íslendingum sem búa á höfuðborgarsvæðinu sem fara aldrei neitt annað en í vinnu- bónus og heim. Jú í kringluna á Smárann um helgar.. Ég sver það .... Við landsbyggðartútturnar förum þó í leikhús og bíó og hitt og þetta er við á annað borð förum í borg óttans, meðan hinir ætla bara að fara á morgun......Tounge

Þetta var dreifbýlistúttan að blogga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband