Fríið á enda í bili..

Nú er maður komin heim úr sumarfríinu að sunnan og búin að taka fiskidaginn á Dalvík með stæl. Fór suður nokkrum dögum fyrir verslunarmannahelgina á jarðarför í Grindavík og síðan í bústað í Laugarásnum, þar sem við vorum í tæpa viku hjónakornin. Sigurður Óli, Vala, Harpa Hlín og konni litli Þór komu svo á laugardeginum og eyddu helginni með okkur og Ólöf og Barði líka. Það var voða indælt, gott veður og notalegt.Smile

Konni fór með mig á Njáluslóðir og skoðuðum sögusafnið á Hvolsvelli sem er mjög flott og gaman fyrir mig að fara yfir sögu Njálu í máli og myndum, þar sem ég var nú að stúdera söguna s.l. vetur. Gaman að hitta Gunnar og Hallgerði, Njalla og Beggu aftur..Grin

komum mátulega norður í fiskisúpu á föstudag á Dalvík, alveg ótrúleg stemma á götum bæjarins. Freyja og Hörður voru hjá okkur um helgina, fórum svo á laugardag á Fiskidaginn mikla og tókum mömmu með, átum og röltum um í ágætis veðri ásamt tugþúsundum íslendinga.. enduðum svo á bryggjusöng og flugeldasýningu... Mjög flott... Hittum Ellen sem auðvita var mætt á staðinn. Gaman að því hvað vel hefur tekist til með þennan fiskidag.  Ætli ég verði ekki að mæta í vinnu á morgun, það verður örugglega ekki þægilegt að vakna en ég ætla að reyna.

gott að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband