funheitur frystir...

Komin enn einn föstudagurinn.. Konni er að koma til Húsavíkur á nýja bátnum og verður tekið á móti  honum með pompi og pragt. Það þýðir í mínum huga terta og svoleiðis svo ég ætla að drífa mig ... hehe.. Mjög gott að útlegð hans í Reykjavík er lokið, hann var að verða ansi þreyttur á blessaðri höfuðborginni. Ég bauð honum samt hvort hann vildi ekki halda afmæli með R-vík þar sem þau eiga sama afmælisdag, en það var sko sama og þegið.. Smile

Hann var samt mjöööög heppinn að vera ekki heima í fyrradag, þegar ég uppgötvaði silungana sem hann veiddi fyrir viku, í frystikistunni... sem hefur ekki verið í sambandi í 2 mánuði.. Það var orðin mjög dularfull lykt í þvottahúsinu hjá mér og ég hugsaði Norlandia fiskþurrkfyrirtækinu þegjandi þörfina  og er svo sem enn að velta fyrir mér hversu lengi enn við bæjarbúar þurfum að þola helv. fýluna sem frá þeim kemur... Þegar ég kom heim úr vinnunni var lyktin orðin svo óeðlilega mikil að ég fór að leita að sökudólg og fann hann sem sagt í kistunni. djöööö.. Devilvarð ég brjáluð meðan ég kom þessu ógeði út úr húsi... sat svo í kulda og vosbúð langt fram á kvöld með allar hurðir og glugga opna til að lofta út... Það var farið að renna af mér reiðin þegar Konni greyið hringdi um kvöldið.. svo ég var ekkert rosalega vond við hann. En samt... á maður ekki að finna smá kulda leggja frá frysti þegar maður opnar hann???halló..halló.. er einhver þarna inni...

Best að gera ekki meira grín af eiginmanninum fyrst hann á afmæli á morgun, baka frekar handa honum köku..hefði kannnski átt að baka hana um síðustu helgi og geyma í kistunni þar til á morgunn? nei djók.. enga svona vitleysu... Hann lofaði að gera þetta aldrei aftur.

É ætla að fara í berjamó, á málverkasýningu hjá gamla skólastjóranum mínum og á berjablátt sunnudagskvöld. Bara skemmtileg helgi framundan.

góða helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband