Lögleg-ólögleg vímuefni..

Þegar ég heyrði fréttirnar um lætin í R-vík um s.l. helgi, datt mér í hug Tjarnarborgarskýlið.. af hverju? jú ég hugsaði að miðborgin liti sjálfsagt út eins og skýlið í gamla daga þegar böllin voru í algleymingi, glerbrot, slagsmál, migið og sk.. kúkað...FootinMouth bara minni staður en miðborgin enda færra fólk í firðinum en í borg óttans.

Nú er tími ballanna í Tjarnarborg í þessari mynd liðin, og engin slæst við dalvíkinga eða siglfirðinga, enda sjaldséðir nú til dags þeir þjóðflokkar. Við fengum Múlagöng og komumst að því að Dallararnir eru bara ágætisfólk og Siglfirðingar eru sveitungar okkar í dag. Ekkert fjör lengur. hehe.

Á Akureyri var maður sleginn um helgina svo úr honum hrundu tennur, viðmælandi minn sem var á staðnum sagði mér að svona væru dópistarnir, alltaf brjálaðir.. ég skildi það sem svo að það hefðu verið dópistar sem lömdu manninn, frekar en hann sé dópisti. Hann var að vísu fullur og með einhver leiðindi sem ollu látunum. Allir urðu brjálaðir, brennivínsfólkið og dópistarnir.

Ég er að velta því fyrir mér af hverju við erum alltaf að flokka fólk?? Eru þeir sem drekka brennivín stilltari og betra fólk en þeir sem nota ólöglegu vímuefnin?? Brennivínsdrykkjufólk lítur niður á hasshausana, sem líta niður á dópista sem nota sterkari efni, sem líta svo laaangt niður á sprautufíklana.

HVERJIR ERU BESTIR?...HVERJIR ERU VERSTIR? ..Ekki mitt að dæma..

 Þórarinn Tyrfingsson dregur fólk ekki í dilka er þeir koma á Vog, þar skiptir ekki máli hvaða efni kom þér til meðferðar, löglegt eða ólöglegt fíkniefni, heldur er spurningin hvort þú getir náð bata. Þar er brennivínsfólkið ekki það auðveldasta, þeir koma oftast eftir lengstu neysluna, jafnvel misnotkun áratugum saman, á meðan "dópistarnir" fara hraðar niður á botninn, og koma fyrr. Miðaldra pillukonur, sem fengu "dísur" til að geta sofnað á kvöldin þróa oft með sér mikla töflufíkn (lögleg vímuefni sem heimilislæknirinn ávísar) sem mjög erfitt getur verið að ráða við.

Þegar ég fór á Voginn þarna um árið, veit ég ekki hvort "dópistarnir" litu upp til mín, (Efa það stórlega), þegar þeir komust að því að ég hafði "bara" verið í brennivíni, ekki einu sinni á þunglyndislyfjum, en þeir voru vissulega hissa og kenndu eiginlega í brjósti um mig, fannst ég svo fáfróð..

Ég var fegin, alveg nóg fyrir mig að taka brennsapakkann.

Mál að linni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband