Barnabörnin..

Skemmtileg helgi búin og enn einn mánudagurinn runninn upp. Fór og passaði litlu krílin á föstudag og gekk bara fínt. Harpa Hlín var þó ekki mjög hrifin af því að amma Sigga ætlaði sér að sofa í rúminu hennar mömmu og tilkynnti mér að ég ætti að fara heim og mamma hennar að koma aftur. Hún er rosaleg mömmustelpa daman sú.

Á laugardag vorum við orðnar góðar vinkonur og fórum í bæinn og fengum okkur ís, um kvöldið læsti hún mig hinsvegar úti á svölum.. og fór svo bara að horfa á sjónvarpið.. Ég fór semsagt út á svalir að reykja, ekki í fyrsta skiptið.. og hún gerði sér lítið fyrir og lokaði hurðinni, ég var nú alveg róleg, þar til ég ætlaði inn, þá uppgötvaði ég að hún hafði læst hurðinni, og amma var föst úti, ...ég bara trúði þessu ekki...klöngraðist upp á stól og gat opnað glugga, stungið hausnum inn og kallaði á hana lengi vel, og bað hana að koma, en hún sagði NEI.. Loks kom hún, horfði smástund á mig mig með hausinn í glugganum, og ég bað hana afar blíðlega að opna nú hurðina. Hún sagði ekki orð, gekk að hurðinni og opnaði, fór strax aftur inn í stofu að horfa á imbann. Satt að segja held ég að hún hafi ekki læst óvart..  Kannski vorum við ekki eins góðar vinkonur og ég hélt. hehe..

Allavega mun ég hafa varann á mér næst, og hafa gemsann með á svalirnar, ef ég verð ekki hætt að reykja næst þegar ég passa þau systkyn.. Ég var mjög fegin að það var komið kvöld og farið að rökkva þegar ég hékk í glugganum, held að þetta hafi ekki litið mjög vel út fyrir mig..

 Pössunin stóð skemur en ráð var fyrir gert, þar sem bræla var á miðunum á sunnudag og foreldrarnir komu heim um 2 leytið aðfaranótt sunnud.

Freyja lét ekki sjá sig, fór í skemmtiferð að Kárahnjúkum, og lét mig eina um börnin.  Kannski ég verði bara með þau í Ólafsfirði næst, þá er ég á heimavelli og er ekkert að fara inn á yfirráðasvæði mömmu hennar Hörpu Hlínar..Hún kyssti mig og knúsaði þegar ég fór, þessi litla elska. hehe. Konni litli var eins og venjulega, sólskinsbros, ánægður meðan hann fær að borða og sofa.

Bakaði nokkrar tertur í gær, fyrir afmælið Lenu, en það verður haldið upp á það 12-14-og 16 sept. Það dugar ekkert minna fyrst maður er að þessu á annað borð. Vinkonur þann 12 í kökuboð- djamm á Ak föstudag.. ekki tertur.. Stórfjölskyldan á sunnudag.

Óvissuferð Slysló er á laugardag og erum við fimmtuga frænka mín á fullu að undirbúa það. Æfum keðjusöng á hverju kvöldi í gengnum síma og gengur það bara ágætlega. Leiftur/KS komnir með annan fótinn í 1. deild.. bara að vona að gangi vel í síðustu umferðinni, og leiðinlegt að geta ekki horft á þann leik, en það er nú bara þannig að maður getur ekki verið allstaðar.. Þurfum að klára þessa ferð, áður en fer að snjóa.

nóg að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband