Súperkonan ég..

 Einhver leiðinda lenja í mér í  dag eins og undanfarna daga, hvorki né lasin.  Ef ég væri karlmaður hefði ég ekki farið i vinnu í morgun, heldur verið kvartandi heima í dag. Kannski verð ég karlmaður á  morgun, sé til. Ætla ekki að vera leiðinleg, en það er nú staðreynd að þeir eru svoldið linari en við.

Fór til Ak. seinni partinn í gær og Freyja auðvitað líka þegar við vorum búnar að háma í okkur tertur, fórum út að borða á A vita Bella, mjög góður matur og léttur í mallann, kjúlkingabringur í ítölsku góðu sulli, síðan fór ég í Æðruleysismessu til Jónu Lísu í Ak kirkju.. Fullt af fólki  mætti en ég kom hálftíma of seint, þar sem ég vissi ekki að búið er að breyta messutímanum. Fór nú samt. Gaman að hitta frænku prest, sem fer út á Canarí  eftir 3 vikur til vetursetu. Æðruleysishópurinn er búinn að plana ferð til hennar 8. janúar, og það væri örugglega ekki leiðinlegt að fara, en... maður getur nú ekki gert allt sem mann langar til. Það er nú bara þannig.

Við vinnufélagarnir erum nefnileaga að fara til Madrid eftir 3 vikur með starfsm. Alþingis, það verður örugglega mjöööög skemmtilegt, sérstaklega vona ég að það verði sæmilega hlýtt, allavega að ég þurfi ekki með úlpuna.

Undanfarna daga hef ég verið að rífa gamlan gólfdúk og hillur niður úr geymslu hjá okkur og nú er komið að málningarvinnu, skelli mér í það á eftir. Þegar það er búið ætla ég að flísaleggja gólfið.. hef aldrei flísalagt áður, en þetta er nú bara geymsla svo það er ekki hundrað í hættunni, kemst samt ekki hjá því að hugsa um hvort ég sé að verða ein af þessum kerlum sem „kann allt, get allt, sko ég þarf engan karl, geri þetta bara sjálf“. Nei ég vona nú ekki, þarf virkilega mikið á mínum karli að halda, svo vinsamlega pikkið í mig ef ég fer að verða mjööög leiðinleg.. Þetta er nú bara af illri nauðsyn. Vil ekki þjösna Konna mínum út meira en nauðsyn er, þessa fáu tíma sem hann er heima.

GrinBúin í dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband