Brussan á Akureyri

Fór til Akureyrar í gær, með kvefið og sparitónleikaföt í poka, og miða sem sagði til um allt það sem ég ætti að gera áður en ég færi heim. kaupa jólagardínuefni, fúgu og lím, eikarhnúð, gardínujólaseríu, kaffi í Bónus, tónleikar í höllinni með Guðrúnu Gunnars og Friðriki Ómari. Hitta Freyju mína og fara með henni á kaffiús (það stóð nú reyndar ekki á miðanum þetta með kaffihúsið).

Fór í RL mollið að skoða efni og þar varð á vegi mínum í miklum þrengslum, lágvaxin og mjög grönn kona af erlendum uppruna. Svo óheppilega vildi til að ég steig ofan á fótinn á henni og ýtti við henni um leið svo hún datt hálfpartinn, hefði sjálfsagt legið kylliflöt ef ég hefði ekki staðið ofan á henni. Maðurinn hennar var með henni og ef augnaráð gæti drepið væri ég ekki að blogga núna... Ég er frekar stór kona og gleymi oftast að líta niður fyrir mig og nú er orðið svo mikið af litlu fólki á Íslandi að ég verð að taka mér taki og hætta þessum brussugangi.  Var búin að velja efni en henti öllu frá mér og kom mér út, svo ég gæti hlegið einhversstaðar án þess að til sæist.. Gott að enginn var með mér.

Um daginn keyrði ég Konna til Ak. og ákváðum við að fá okkur hamma áður en við kveddumst, hann var að fara austur karlinn. Þetta var í hádeginu og við fórum sjoppu og einhvern veginn gerðist það að þegar ég steig inn í sjoppuna, festi ég hælinn á skónum í mottunni, og skall niður á fjórar fætur og svo rann mín bara eftir gólfinu í áttina að fólki sem sat í rólegheitum og borðaði hádegismatinn, og það í nýju kápunni frá Madrid. Fyrir aftan mig heyrði ég svo í mínum elskulega eiginmanni: Meiddirðu þig Sigga mín... "já.. þetta var helvíti vont"  svaraði ég og var enn á fjórum fótum á gólfinu og byrjuð að hlægja, gat ekki stillt mig og heldur ekki staðið upp því þá þurfti ég að líta á alla áhorfendurna sem líka voru að springa úr hlátri. Þvílíkur auli sem ég er.. En ég þarf vart að taka það fram að ég að endingu staulaðist á fætur og út. Við borðuðum þennan hádegisverð í bílnum.

Ég keypti ekki gluggatjöld í RL mollinu og fór ekki á tónleikana. Var orðin drulluslöpp um kvöldmat og kom mér heim, en fékk nú samt gluggatjöld í ferðinni.

þannig var það nú.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ooo svona er sumir dagar.... gott að þú komst heil heim!

Gulla Björk. (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband