***

Afmælisdagar allt um kring, Gummi bróðir átti afmæli 8 des, Guðný vinkona 9. des og svo í dag á Agnes mágkona afmæli 10. des.. Innilegar hamingjuóskir stelpur mínar með  dagana ykkar.

Fór á frábæra tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands ásamt Garðari Thor Cortes og Sálubótar-kórnum úr Þingeyjarsýslum á laugardag ásamt mömmu og Guðnýju. Hann er náttúrulega bara snillingur þessi drengur.. þvílíkur söngvari.. Maður fékk í bæði hnéin.. ójá. Kórinn var svaka góður og maður fékk hálfgerða minnimáttarkennd, þar sem ég var nýkomin af æfingu með kórnum okkar.

Við sungum svo dagskrána okkar á sunnudag og sagði Guðný að við hefðum sko ekki verið síðri en Þingeyingarnir.  Og ekk lýgur hún ...hehehe.. Grínlaust gekk þetta vel hjá okkur fyrir utan þegar við nokkrar þjófstörtuðum í Ó helga nótt..  En ég meina það, það verður nú að vera eitthvað stuð í þessu. Konni mætti á tónleikana ásamt Hörpu litlu Hlín sem þakkaði ömmu Siggu kærlega fyrir sönginn, en fannst leiðinlegt að mega ekki klappa. Fórum síðan á Höllina og borðuðm saman og áttum góða kvöldstund saman. Í kvöld ætla ég að baka eins og 2-3 smákökusortir, enda enginn æfing og er ég mjöööög fegin því.

Mál að linni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir kveðjuna elsku vinkonu-frænka mín, og takk fyrir samveruna á laugardaginn. Já Cortesinn var draumur í dós...... og öll dagskráin í höllinni.

En ég var alveg yfir mig hrifin af aðventutónleikunum í kirkjunni okkar á afmælisdaginn minn, Ég naut hverrar mínútu og fannst kórinn hreinlega vera að syngja fyrir mig í tilefni dagsins.

Og kórinn svo flottur, svo virkilega góður,.., og mér fannst svo mikil innlifun og gleði já, hvað þið höfðuð gaman af því að flytja  skemmtileg lög, falleg og hátíðarleg og svo var hún Lísa æskuvinkona mín alveg meiri háttar,

Já ,Stórfrænkan var sko með gæsahúð og tárin í augunum og naut hverrar mínútu.

Bið að heilsa Annettu fóstursystir okkar og takk fyrir kveðjuna í kirkjunni, og enn og aftur: Takk Takk takkk....

Stórfrænkan reiknar með því að koma heim á fimmtudag ef að vindur fer niður fyrir 30 metra á Kjalarnesinu, því það er auðvitað vitlaust veður hérna í borg óttans!!! Annað en í firðinum fagra.

Stórfrænkan (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 01:24

2 identicon

 Takk kærlega fyrir frábæra aðventutónleika. Ég er alveg sammála henni Hörpu Hlín að það var svindl að fá ekki að klappa hressilega. Þið áttuð sannarlega skilið bæði klapp og húrrahróp.

Olga (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 10:46

3 identicon

Gaman að heyra að þið voruð ánægðar með tónleikana, takk fyrir það, mér fannst mjög vont að fá engin viðbrögð frá kirkjugestum, maður var nú ekki alveg viss um hvort þetta væri í lagi, enda er búið að ákveða að það verður ekki bannað að klappa aftur..hehe. Kv- Sigga

Sigga Guðm. (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband