Bloggari í ár

Um þessar mundir, eða nánar tiltekið 6. febr. sl. var ár liðið síðan ég ritaði fyrstu bloggfærsluna hér. Margt bullið hefur gengið í bunum úr fingrum mínum á þessu ári, en sumt er alveg í lagi, finnst mér. 23.468 flettingar á síðunni og þakka ég kærlega fyrir það. það kitlar hégómagirndina í mér að vita fólk kíkja hér inn til að "tékka" á mér og mínum.

Mér hefur orðið tíðrætt um fjölskyldu mína, enda ekkert mikilvægara undir sólinni en hún og hennar velferð. Það vill nú svo til að það hafa ekki allir meðlimir hennar náð að fóta sig jafnvel í lífinu og sumum verður meiri fótaskortur en öðrum. Það er mjög erfitt fyrir hina að horfa á ástvini falla í gryfju sem ekki er auðvelt að komast upp úr. Við höfum verið heppin. Í dag er enginn niðurgrafinn í heimi fíknar og alls hryllingsins sem þeim ömurlega heimi fylgja. Hins vegar eru afleiðingarnar enn að koma í ljós og verður enn um sinn. Í dag lauk tveggja ára óvissu, niðurstaðan  ekki eins og við vonuðumst eftir, en hefði getað verið verri. Biðin er í það minnsta á enda og þó niðurstaðan hafi verið sjokk, þá er vissu fargi af manni létt. Nú er bara að bretta upp ermarnar, þurrka af, moppa og taka til eftir sig. Það kemur alltaf nýr dagur, það er alltaf  trú og von.

Eins og sonur minn sagði i hádeginu" mamma mín, þetta tekur enda".

Ég trúi honum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En það er gaman að sjá líf loksins á síðunni.. sjáumst seinna

kv.Freyja

Freyja (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 17:13

2 identicon

       Sæl Nafna til lukku með árs blogg

       Ég verð að viðurkenna mér finst voða gaman að koma til þín og lesa um þig og þína er ekki jafn dugleg að kvitta

       bestu kveðjur til ykkar sigga

Sigga Dalvík (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband