Engir hrútspungar..

Á laugardag er síðasti dagur þorra.  Af því tilefni ákvað ég að hafa þorramat handa fólkinu mínu í gærkvöldi, þar sem sjóararnir voru heima í brælu eftir góða daga á sjónum, allavega hefur fiskeriið verið með besta móti. Við hjónin áttum erindi á Ak og ætluðum því að nota tækifærið og ná okkur í súra punga og hákarl á þorrablótið. Við fórum í sjö matvöruverslanir en hvergi fengum við pungana né hákarlinn, stoppuðum í Úrval á Dalvík og þar var sömu sögu að segja, enduðum í heimabyggðinni og náðum þar í hákarlinn en pungarnir voru uppurnir.  Við vorum semsagt of sein að blóta þorra þetta árið í súru, en átum aðallega nýtt og reykt kjöt, síld, hákarl og harðfisk.

Hlakka til konudagsins, Góa byrjar og hver dagur færir mann nær vorinu. Ég er orðin svo frek að ég nenni ekki að bíða eftir vori og góðu veðri, nenni ekki að hafa snjó og kulda, nenni ekki að klæða mig í "sofu"sokkana á kvöldin.  Ég notaði tækifærið á AK í gær og sagði mínum manni að gott væri fyrir hann að kaupa konudagsblóm handa mér strax, þar sem hann yrði líklega ekki heima á sunnudag. Fór með hann í Blómaval og valdi mér tvær fallegar pottaplöntur sem munu sóma sér vel og gleðja mig lengur en þau afskornu. Svo langar mig mikið í konudagstertuna sem auglýst var frá Kristjánsbakaríi, svo ég kanske útvega mér hana fyrir helgina svo ég geti notið dagsins í botn, enginn heima að eta hana frá mér.. hehe.  

Sé til hvað verður.. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband